Enski boltinn

West Ham búið að selja 50 þúsund ársmiða

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmaður West Ham mátar sætin á Ólympíuleikvanginum.
Stuðningsmaður West Ham mátar sætin á Ólympíuleikvanginum. vísir/getty
Það er mikil stemning fyrir næsta tímabili hjá West Ham enda flytur félagið þá á Ólympíuleikvanginn í London.

Alls voru 50 þúsund ársmiðar til sölu fyrir næstu leiktíð og það er búið að selja þá alla. West Ham er því með flesta ársmiðahafa af öllum Lundúnarliðunum.

Heimavöllur liðsins í dag tekur aðeins 35 þúsund manns í sæti en Ólympíuleikvangurinn mun rúma 60 þúsund manns.

Eigendur West Ham eru himinlifandi með þessar viðtökur hjá stuðningsmönnunum. Segjast alltaf hafa haft trú á þessu verkefni sem og á stuðningsmönnum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×