„Heppin að vera þar sem börnin fá tækifæri til þess að leika sér“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2016 13:45 Sýrlensku flóttamennirnir sem settust að á Akureyri fyrr á árinu eru afar ánægð með hvernig þeim hefur verið tekið. Vísir/Auðunn „Við erum heppin að vera hér þar sem börnin okkar fá tækifæri til þess að leika sér. Þetta er draumur flestra Sýrlendinga í augnablikinu. Að endurvekja hamingjuna í hjörtum barna sinna.“ Svo mælti Khattab Al Mohammad, fjölskyldufaðir sýrlenskrar fjölskyldu sem settist að á Akureyri fyrr á árinu er hann ræddi nýverið við blaðamann PBS. Bandaríski fjölmiðillinn tók upp sérstakt innslag um flóttamenn á Íslandi og hvernig samfélagið hefur tekið á móti þeim. Er fjölskylda Mohammad afar ánægð með móttökurnar sem hún hefur fengið á Akureyri og en alls settust sex sýrlenskar fjölskyldur að á Íslandi á síðasta ári, þar af fjórar á Akureyri. „Ég er mjög hamingjusöm. Hér taka allir vel á móti okkur og eru örlátir. Við erum stolt af því að vera hér og að vera hluti af þessu samfélagi,“ sagði Noufa Al-Mohammad, móðir Katthab.Krakkarnir hafa meðal annars farið á snjósleða í fyrsta skipti á ævinni eftir að þau komi til Akureyrar.Mynd/Rauði krossinnVeðrið það erfiðasta við að vera á Íslandi Katthab segir aðlögunin að íslensku samfélagi hafi að mestu gengið vel en veðurfarið sé það erfiðasta enda fjölskyldan ekk vön snjónum sem gjarnan safnast saman á Akureyri yfir vetrartíminn. Þau séu mjög þakklát fyrir alla aðstoðina sem þau hafa fengið en þau vilji ólm gefa sitt til baka. „Við erum mjög þakklát fyrir allt saman en við viljum ekki lifa á slíkri ölmusu. Við viljum gefa okkar til baka, taka þátt í samfélaginu og atvinnulífinu hér á íslandi,“ segir Katthab. „Þetta er það sem allir Sýrlendingar eru að reyna víðsvegar um heiminn. Við erum sjálfstæður þjóðflokkur og okkur líkar illa við að vera háð einhverjum.“ Fjallaði Malcolm Brabant, blaðamaður PBS, einnig um mótmæli Íslensku þjóðfylkingarinnar gegn nýjum útlendingalögum á Austurvelli á dögunum og mótmælin gegn þeim sem fóru fram á sama tíma en sjá má innslagið hér að neðan. Tengdar fréttir Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43 Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina. 21. janúar 2016 10:21 Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Við erum heppin að vera hér þar sem börnin okkar fá tækifæri til þess að leika sér. Þetta er draumur flestra Sýrlendinga í augnablikinu. Að endurvekja hamingjuna í hjörtum barna sinna.“ Svo mælti Khattab Al Mohammad, fjölskyldufaðir sýrlenskrar fjölskyldu sem settist að á Akureyri fyrr á árinu er hann ræddi nýverið við blaðamann PBS. Bandaríski fjölmiðillinn tók upp sérstakt innslag um flóttamenn á Íslandi og hvernig samfélagið hefur tekið á móti þeim. Er fjölskylda Mohammad afar ánægð með móttökurnar sem hún hefur fengið á Akureyri og en alls settust sex sýrlenskar fjölskyldur að á Íslandi á síðasta ári, þar af fjórar á Akureyri. „Ég er mjög hamingjusöm. Hér taka allir vel á móti okkur og eru örlátir. Við erum stolt af því að vera hér og að vera hluti af þessu samfélagi,“ sagði Noufa Al-Mohammad, móðir Katthab.Krakkarnir hafa meðal annars farið á snjósleða í fyrsta skipti á ævinni eftir að þau komi til Akureyrar.Mynd/Rauði krossinnVeðrið það erfiðasta við að vera á Íslandi Katthab segir aðlögunin að íslensku samfélagi hafi að mestu gengið vel en veðurfarið sé það erfiðasta enda fjölskyldan ekk vön snjónum sem gjarnan safnast saman á Akureyri yfir vetrartíminn. Þau séu mjög þakklát fyrir alla aðstoðina sem þau hafa fengið en þau vilji ólm gefa sitt til baka. „Við erum mjög þakklát fyrir allt saman en við viljum ekki lifa á slíkri ölmusu. Við viljum gefa okkar til baka, taka þátt í samfélaginu og atvinnulífinu hér á íslandi,“ segir Katthab. „Þetta er það sem allir Sýrlendingar eru að reyna víðsvegar um heiminn. Við erum sjálfstæður þjóðflokkur og okkur líkar illa við að vera háð einhverjum.“ Fjallaði Malcolm Brabant, blaðamaður PBS, einnig um mótmæli Íslensku þjóðfylkingarinnar gegn nýjum útlendingalögum á Austurvelli á dögunum og mótmælin gegn þeim sem fóru fram á sama tíma en sjá má innslagið hér að neðan.
Tengdar fréttir Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43 Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina. 21. janúar 2016 10:21 Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43
Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina. 21. janúar 2016 10:21
Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30