Atvinnumennska er ekki bara gull og grænir skógar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2016 06:00 Ragnar í leik með Þór. fréttablaðið/ernir „Ég er alveg hrikalega ánægður með þetta,“ segir hinn 218 sentimetra hái Ragnar Nathanaelsson en hann skrifaði í gær undir samning við spænska B-deildarfélagið Caceres sem Pavel Ermolinskij lék með á sínum tíma. Ragnar skrifaði undir svokallaðan einn plús einn samning við félagið. Ef allir eru sáttir eftir veturinn þá mun hann framlengja og spila áfram fyrir félagið. „Þetta kom fyrst upp fyrir um mánuði. Ég var mjög spenntur er þetta kom fyrst upp. Mikið tækifæri í nýju landi. Þetta er líka sterk og skemmtileg deild. Það hafa margir frábærir leikmenn komið frá Spáni og þar er spilaður alvöru körfubolti,“ segir Ragnar og tilhlökkunin leynir sér ekki. Ragnar segist vera mjög ánægður með samninginn sem hann sé að fá. „Ég er mjög ánægður þar sem þetta er fyrsti samningur en ég lít samt aðallega á þetta sem gott tækifæri til að koma mér á framfæri. Sýna mig og sanna. Það er líka mikil ástríða hjá þjálfaranum og hann gerði mig mjög spenntan fyrir að koma til félagsins,“ segir Ragnar en liðið datt út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni í fyrra. Ragnar prófaði fyrst að fara í atvinnumennsku fyrir tveimur árum er hann samdi við Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Þar voru fyrir þrír Íslendingar. Það reyndist ekki ferð til fjár enda sat Ragnar meira og minna á bekknum. „Ég sá þar að atvinnumannslífið er ekki bara gull og grænir skógar. Ég lærði aðeins að standa á eigin fótum þarna þó svo ég hafi haft Hlyn [Bæringsson] og Jakob [Sigurðarson] til að halda í höndina á mér og svo bjó ég með Ægi Þór Steinarssyni. Það hjálpaði til en núna verð ég einn og er tilbúinn að takast á við það. Þetta er bara spennandi. Ég er kominn með íslensk/spænska orðabók og byrjaður að tala við Jón Arnór og strákana og þeir eru farnir að kenna mér smá setningar,“ segir Ragnar en hann er bjartsýnn á að fá að spila mikið. „Þeir tala um að ætla að nota mig. Ég er líka hugsanlega að fá mun betri þjálfun þarna en í Svíþjóð. Þjálfarinn hefur talað mikið um hversu spenntur hann sé að fara að vinna með mér og ég hef verið að leita að slíku. Ég er eiginlega mest spenntur fyrir því að fá hörkuþjálfun.“ Ragnar er metnaðarfullur og ætlar að nýta þetta tækifæri vel í von um að það leiði til einhvers enn betra. „Ég lít á þetta sem glugga sem vonandi kemur mér enn lengra. Nú verð ég að nýta tækifærið vel. Ég bíð svo spenntastur eftir leiknum við liðið hans Ægis þann 20. desember. Ef allt fer að óskum þá eyði ég svo jólunum heima hjá honum. Það væri frábært.“ Körfubolti Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Sjá meira
„Ég er alveg hrikalega ánægður með þetta,“ segir hinn 218 sentimetra hái Ragnar Nathanaelsson en hann skrifaði í gær undir samning við spænska B-deildarfélagið Caceres sem Pavel Ermolinskij lék með á sínum tíma. Ragnar skrifaði undir svokallaðan einn plús einn samning við félagið. Ef allir eru sáttir eftir veturinn þá mun hann framlengja og spila áfram fyrir félagið. „Þetta kom fyrst upp fyrir um mánuði. Ég var mjög spenntur er þetta kom fyrst upp. Mikið tækifæri í nýju landi. Þetta er líka sterk og skemmtileg deild. Það hafa margir frábærir leikmenn komið frá Spáni og þar er spilaður alvöru körfubolti,“ segir Ragnar og tilhlökkunin leynir sér ekki. Ragnar segist vera mjög ánægður með samninginn sem hann sé að fá. „Ég er mjög ánægður þar sem þetta er fyrsti samningur en ég lít samt aðallega á þetta sem gott tækifæri til að koma mér á framfæri. Sýna mig og sanna. Það er líka mikil ástríða hjá þjálfaranum og hann gerði mig mjög spenntan fyrir að koma til félagsins,“ segir Ragnar en liðið datt út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni í fyrra. Ragnar prófaði fyrst að fara í atvinnumennsku fyrir tveimur árum er hann samdi við Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Þar voru fyrir þrír Íslendingar. Það reyndist ekki ferð til fjár enda sat Ragnar meira og minna á bekknum. „Ég sá þar að atvinnumannslífið er ekki bara gull og grænir skógar. Ég lærði aðeins að standa á eigin fótum þarna þó svo ég hafi haft Hlyn [Bæringsson] og Jakob [Sigurðarson] til að halda í höndina á mér og svo bjó ég með Ægi Þór Steinarssyni. Það hjálpaði til en núna verð ég einn og er tilbúinn að takast á við það. Þetta er bara spennandi. Ég er kominn með íslensk/spænska orðabók og byrjaður að tala við Jón Arnór og strákana og þeir eru farnir að kenna mér smá setningar,“ segir Ragnar en hann er bjartsýnn á að fá að spila mikið. „Þeir tala um að ætla að nota mig. Ég er líka hugsanlega að fá mun betri þjálfun þarna en í Svíþjóð. Þjálfarinn hefur talað mikið um hversu spenntur hann sé að fara að vinna með mér og ég hef verið að leita að slíku. Ég er eiginlega mest spenntur fyrir því að fá hörkuþjálfun.“ Ragnar er metnaðarfullur og ætlar að nýta þetta tækifæri vel í von um að það leiði til einhvers enn betra. „Ég lít á þetta sem glugga sem vonandi kemur mér enn lengra. Nú verð ég að nýta tækifærið vel. Ég bíð svo spenntastur eftir leiknum við liðið hans Ægis þann 20. desember. Ef allt fer að óskum þá eyði ég svo jólunum heima hjá honum. Það væri frábært.“
Körfubolti Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Sjá meira