Erlent

Tala látinna hækkar í Pakistan

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/getty
Vígasamtökin Jamaat-ul-Ahrar, klofningshópur úr röðum talíbana, eru sögð eiga sök á sjálfsvígsárásinni sem gerð var í mosku í norðvesturhluta Pakistans í morgun.

Að minnsta kosti tuttugu og þrír féllu í árásinni og óttast er að tala látinna muni hækka enn frekar. Fjörutíu manns hið minnsta eru særðir, þar af eru mörg börn.

Árásin átti sér stað í miðri föstudagsbæn nærri landamærum Afganistan. Um tvö hundruð manns voru saman komnir í moskunni þegar árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp, og er hann sagður hafa hrópað „Allahu akbar“ eða Guð er mikill, í sömu andrá.

Héraðið er í norðvesturhluta Pakistans þar sem bæði liðsmenn talíbana og al-Kaída hafa sterk ítök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×