Erlent

Ung kona með slæmt ofnæmi fyrir vatni

Anton Egilsson skrifar
Öll snerting við vatn veldur konunni sársaukamiklum kláða.
Öll snerting við vatn veldur konunni sársaukamiklum kláða. VÍSIR/AFP
Rachel Warwick er ung kona sem glímir við kvilla sem flest okkar hinna gæti varla dottið til hugar að væri til. Hún lifir í heimi þar sem heitar og afslappandi baðferðir hljóma eins og hin versta martröð og það að kafa í suðrænum sjó er álíka aðlaðandi og að nudda líkama sínum upp úr klóri. 

Ástæða þess er sú að hún er með ofnæmi fyrir hinum lífsnauðsynlega vökva, vatni. „Þessir hlutir eru mín hugmynd um helvíti” segir Rachel í viðtali við BBC. 

Andlitið bólgnar upp ef hún grætur

Hver kyns snerting við vatn, meira að segja hennar eigin svita skilur hana eftir með afar sársaukafullan kláða sem getur staðið yfir í nokkrar klukkustundir í senn.

„Viðbrögð líkamans eru sú að mér líður eins og ég hafi hlaupið heilt maraþon. Ég verð mjög þreytt og þarf að setjast niður um stund. Þetta er hræðilega óþægilegt, en ef ég græt þá bólgnar upp á mér andlitið.”

Engin lækning til

Rachel var 12 ára þegar ofnæmið fór að láta á sér kræla en almennileg lækning við því hefur ekki enn fundist.  Ofnæminu er þó haldið niður af einhverju leyti með inntöku á kröftugum skammti af andhistamín lyfjum.

Aðspurð um hvað væri það fyrsta sem hún myndi gera ef hún árangursrík læknismeðferð finndist við ofnæminu segir hún svarið auðvelt.

„Ég myndi vilja geta farið í sund og svo farið og dansað úti í rignignunni.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×