Strákarnir sem voru með þáttinn voru að ræða um Brady og liðsfélaga hans, Julian Edelman.
Þá hringdi inn maður sem kallaði sig Matt frá San Diego. Mörgum þótti hann sláandi líkur Brady. Sérstaklega í upphafi símtalsins og einnig er hann hló.
Matt tók upp hanskann fyrir Brady. Kallaði hann besta leikmann allra tíma og hrósaði honum fyrir að vera giftur Gisele Bundchen.
Um leið og Matt lagði á fylltist Twitter þáttarstjórnandanna með ábendingum um að þetta hefði verið Brady að hringja inn.
Skiptar skoðanir eru um hvort þetta hafi í alvöru verið Brady sem hefur þó nægan frítíma þar sem hann er í banni. Brady hefur ekki afneitað sögunum og hinn dularfulli Matt hefur heldur ekki hringt aftur inn.
Hlusta má á hringinguna hér að neðan og líka þegar þáttastjórnendur reyna að kryfja hvort þetta hefði verið Brady í alvörunni.
Regarding the "Tom Brady" call. pic.twitter.com/c2gMfhKQTF
— Toucher and Rich (@Toucherandrich) September 15, 2016