Erlent

Fjöldi látinn eftir sprengjuárás í mosku í Pakistan

Atli Ísleifsson skrifar
Sprengjuárásir hafa verið tíðar í Pakistan og Afganistan síðustu árin. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sprengjuárásir hafa verið tíðar í Pakistan og Afganistan síðustu árin. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Sextán manns hið minnsta létust og rúmlega tuttugu særðust í sjálfsvígssprengjuárás í mosku í Pakistan í morgun.

Árásin átti sér stað í miðri föstudagsbæn í mosku nærri landamærunum að Afganistan.

Talsmaður yfirvalda í Mohmand-héraði segir að sprengjumaðurinn hafi hrópað „Allahu Akbar“ (Guð sé mikill) og síðan sprengt sjálfan sig í loft upp.

Héraðið er í norðvesturhluta Pakistans þar sem bæði liðsmenn talibana og al-Qaeda hafa sterk ítök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×