Erlent

Fyrrverandi forseti Ítalíu látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Carlo Azeglio Ciampi.
Carlo Azeglio Ciampi. Vísir/AFP
Carlo Azeglio Ciampi, fyrrverandi forsætisráðherra og forseti Ítalíu er látinn, 95 ára að aldri.

Ciampi starfaði lengi innan Seðlabanka Ítalíu og var gerður að forsætisráðherra landsins árið 1993. Hann var fyrsti forsætisráðherra landsins í rúma öld sem ekki átti sæti á þingi. Silvio Berlusconi tók við forsætisráðherraembættinu ári síðar.

Á árunum 1996 til 1999 fór hann með málefni fjármála- og efnahagsmála í ríkisstjórn Ítalíu en var svo gerður að tíunda forseta lýðveldisins. Hann gegndi forsetaembættinu á árunum 1999 til 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×