Erlent

Brasilísk sápuóperustjarna drukknaði á tökustað

Atli Ísleifsson skrifar
Leikkonan Cléo Pires og Domingos Montagner.
Leikkonan Cléo Pires og Domingos Montagner. Vísir/Getty
Domingos Montagner, ein skærasta sjónvarpsstjarna Brasilíu, drukknaði í San Francisco fljótinu á tökustað einnar af af vinsælustu sápuóperum landsins í gær.

Montagner lék aðalhlutverkið í sápuóperunni Velho Chico sem kennd er við Sao Francisco fljótið.

Í frétt BBC segir að hinn 54 ára Montagner hafi ásamt leikkonu haldið til sunds í fljótinu daginn eftir að tökur fóru þar fram. Segir leikkonan að hann hafi hrifist með sterkum straumnum og drukknað.

Að sögn á leikkonan Camila Pitanga að hafa kallað eftir aðstoð fólks sem hafi ekki brugðist við þar sem það taldi þau vera að leika.

Talsmaður yfirvalda segir að erfitt hefði reynst fyrir fólk að koma til aðstoðar vegna hins mikla straumþunga.

Montagner lék í þáttunum bónda sem átti í tíðum átökum við glæpamenn. Í einu atriðanna á bóndinn að hafa verið skotinn ítrekað og virst drukkna í fljótinu. Hann birtist þó aftur í þáttunum nokkrum vikum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×