Enski boltinn

Mourinho fór í klefann til Burnley og óskaði þeim til hamingju

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dyche og Mourinho á hliðarlínunni í dag.
Dyche og Mourinho á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Sean Dyche, stjóri Burnley, segir að Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hafi komið inn í klefa Burnley eftir leikinn í gær og óskað Burnley til hamingju með stigið og frammistöðuna.

Mourinho var ósáttur með dómara leiksins, Mark Clattenburg, og var í hálfleik rekinn upp í stúku þar sem hann fylgdist með síðari hálfleiknum. United var fyrirmunað að skora og lauk leiknum með markalausu jafntefli.

„Ég veit ekkert afhverju Jose var stendur upp í stúku í hálfleik. Ég fattaði það bara undir lokin á leiknum, en hann kom inn og óskaði okkur til hamingju. Hans spurningar voru ekki varðandi okkur, heldur dómarann,” sagði Dyche við heimasíðu Burnley.

„Tom (Heaton, markvörður Burnley) var frábær og hann veit að hann þarf að vera í toppformi, en hann er mjög góður markmaður og stærsti hluturinn er að hann hefur trú á sjálfum sér.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×