Erlent

Tveir látnir og fjórir særðir eftir skotárás í Maryland

Anton Egilsson skrifar
Lögregla á svæðinu telur að ekki hafi verið um handahófskennda árás að ræða.
Lögregla á svæðinu telur að ekki hafi verið um handahófskennda árás að ræða. Vísir/Getty
Tveir unglingsstrákar biðu bana eftir skotárás í úthverfi Maryland í Bandaríkjunum í dag. Fjórir aðrir eru særðir eftir skotárásina, þar af einn lífshættulega. Fréttaveitan Reuters greinir frá þessu.

Drengirnir sem voru skotnir til bana voru fjórtán og átján ára. Enn sem komið er hefur enginn verið hnepptur í hald lögreglu vegna málsins. Lögreglumenn leiða líkur að því að skotárásin hafi verið skipulögð.

„Rannsóknarlögreglumenn telja árásina ekki hafa verið handahófskennda” sagði lögregla á svæðinu um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×