Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn í framlínu Horsens þegar liðið tapaði 2-0 fyrir SönderjyskE á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Liðin höfðu sætaskipti í deildinni við þessi úrslit. SönderjyskE fór upp í 6. sætið en Horsens er í því sjöunda með 21 stig.
Þetta var aðeins fjórða tap Horsens á tímabilinu en nýliðunum hefur gengið vel og þeir eiga góða möguleika á að komast í sex liða úrslitakeppni um danska meistaratitilinn.
Þetta var í fimmta sinn á tímabilinu sem Kjartan Henry er í byrjunarliði Horsens. Hann hefur alls leikið 14 leiki og skorað fjögur mörk í ár. Kjartan Henry nældi sér í gult spjald á 14. mínútu.
Næsti leikur Kjartans Henrys og félaga er gegn Midtjylland 6. nóvember næstkomandi.
Kjartan Henry og félagar fóru tómhentir heim
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti


