Enski boltinn

Er Shearer með lausnina á vandamáli Manchester United?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sextán árum munar á Rashford og Zlatan í aldri.
Sextán árum munar á Rashford og Zlatan í aldri. vísir/getty
Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, vill sjá José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United, nota Marcus Rashford og Zlatan Ibrahimovic saman í framlínu liðsins.

Zlatan fór vel af stað í búningi Man Utd og skoraði fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Svíinn er hins vegar ískaldur um þessar mundir og fór illa með færin sín þegar Man Utd gerði markalaust jafntefli við Burnley í gær.

Shearer segir að hinn 35 ára gamli Zlatan þurfi fljótan mann sér við hlið.

„Zlatan leit betur út þegar Rashford spilaði frammi með honum. Það kom meiri hraði í leikinn,“ sagði Shearer.

„Zlatan hefur aldrei verið neitt sérstaklega fljótur og þú missir hraða þegar þú kemst á fertugsaldurinn. Það er það sem Man Utd vantar, að hafa Zlatan og Rashford saman frammi svo liðið geti ógnað bak við varnir andstæðinganna.“

Man Utd er sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en gæti dottið niður í það níunda ef Southampton vinnur Chelsea seinna í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×