Enski boltinn

Giggs gæti fengið sitt fyrsta stjórastarf hjá MK Dons

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hver verða næstu skref hjá Ryan Giggs?
Hver verða næstu skref hjá Ryan Giggs? vísir/getty
Ryan Giggs gæti fengið sitt fyrsta tækifæri sem knattspyrnustjóri hjá enska C-deildarliðinu MK Dons.

Hinn 42 ára gamli Giggs, sem er leikjahæsti leikmaður í sögu Manchester United, hefur hug á að reyna fyrir sér sem knattspyrnustjóri en þurfti að sjá á eftir stjórastarfinu hjá Man Utd í hendur Josés Mourinho.

Hann ræddi einnig við forráðamenn Swansea City um möguleikann á að taka við liðinu eftir að Francesco Guidolin var rekinn. Þær viðræður skiluðu hins vegar engum árangri.

MK Dons er í stjóraleit eftir að Karl Robinson var látinn fara fyrir viku og forráðamenn félagsins renna hýru auga til Giggs. Hvort gamla United-hetjan sé hins vegar tilbúin að þjálfa C-deildarlið er hins vegar óvíst.

Pete Winkelman, eigandi MK Dons, hefur áður ráðið gamla United-hetju sem stjóra félagsins en Paul Ince stýrði liðinu á árunum 2006-07 og 2009-10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×