Erlent

Stór jarðskjálfti á Ítalíu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
San Benedetto kirkjan í bænum Norcia er illa farin af völdum skjálftans.
San Benedetto kirkjan í bænum Norcia er illa farin af völdum skjálftans. Vísir/Twitter
Öflugur jarðskjálfti varð á Ítalíu klukkan 07:40 í morgun. Skjálftinn mældist 6,6 að stærð en upptök hans eru talin vera í grennd við bæinn Norcia í mið-Ítalíu. Fyrstu fregnir herma að byggingar hafi jafnast við jörðu í skjálftanum.

Stutt er síðan 300 manns létust í stórum jarðskjálfta á Ítalíu þar sem fjölmargir smábæir lögðust í rúst.

Uppfært kl. 09:15

Enn hafa engar fregnir borist af dauðsföllum vegna skjálftans. Tíu eru hins vegar slasaðir og þar af einn alvarlega.

Ljóst er að tjón af völdum skjálftans er umtalsvert. San Benedetto kirkjan í Norcia er afar illa farin og einnig hefur mikil eyðilegging orðið í bæjunum Arquata del tronto og Ussita í mið-Ítalíu.

Jarðskjálftinn fannst víða um Ítalíu, þar á meðal í Róm. Auk þess fannst skjálftinn til nærliggjandi landa, þar á meðal Króatíu og Slóveníu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×