Enn kviknar í Galaxy Note 7 þrátt fyrir endurbætur nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 9. október 2016 18:19 Galaxy Note 7 var innkallaður af Samsung fyrr í haust. MYND/GETTY Nokkur alvarleg atvik áttu sér stað á undanförnum dögum þar sem símar af nýrri gerð Samsung Galaxy Note 7 ofhitnuðu með þeim afleiðingum að eldur kviknaði. Samkvæmt frétt BBC kviknaði í Galaxy Note 7 síma um borð í farþegaflugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn var en flugvélin var stödd á flugvellinum í Louisville í Kentucky. Til allrar mildi var flugvélin enn á jörðu niðri þegar kviknaði í símanum en vélin var rýmd eftir að farþegar urðu varir við reykinn. Galaxy Note 7 er nýjasti sími Samsung en fyrirtækið þurfti að stöðva sölu á símanum fyrr í haust vegna vegna galla í honum sem gerði það að verkum að síminn gat ofhitnað og jafnvel bráðnað eða sprungið. Fyrirtækið innkallaði fyrstu gerð Galaxy Note 7 í þeim löndum þar sem sala var hafin á símanum og setti í kjölfarið nýja gerð símans á markað. Nýja gerðin, átti samkvæmt talsmönnum Samsung, að vera fullkomlega örugg. Sjá einnig: Galaxy Note 7 varaðir við því að nota símann í hálfoftunum. Hins vegar hafa nú þegar komið upp nokkur tilvik þar símar af nýrri gerð Galaxy Note 7 hafa ofhitnað, líkt og átti sér stað í flugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn. Annað atvik átti sér stað í Kentucky á þriðjudaginn var en varð eldsvoði í íbúðarhúsi sem rekja má til ofhitnunar Galaxy Note 7 síma. Eigandi símans, Michael Klering var fluttur á gjörgæslu en er ekki í lífshættu. Hann fullyrti að síminn hefði ekki verið í hleðslu þegar eldur kviknaði í honum.Samsung varaði notendur ekki við Samsung hefur sætt talsverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki brugðist við atvikinu á þriðjudaginn var með því að vara notendur við. Þrátt fyrir að Samsung hafi fengið fregnir eldsvoðanum ákvað fyrirtækið að bíða með að upplýsa notendur um að nýja gerð símans væri mögulega gölluð, líkt og fyrri gerð hans. Síðan á þriðjudaginn hafa orðið að minnsta kosti tvö atvik sem rekja má til gallans, áðurnefnt atvik um borð í flugvél Southwest Airlines og atvik þar sem Galaxy Note 7 sími bráðnaði í höndum þrettán ára gamallar stúlku. Samsung hefur enn ekki gefið út að þeir hyggist innkalla nýju gerð Galaxy Note 7 en lýstu því yfir í kjölfar atviksins í flugvél Southwest Airlines að fyrirtækið hefði hafið rannsókn á atvikinu. Tengdar fréttir Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14 Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53 Fleiri vörur Samsung virðast springa Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna vandræða með þvottavélar þeirra. 29. september 2016 11:31 Samsung Galaxy Note 7 gereyðilagði jeppa Var í hleðslu inní bílnum og brann ásamt bílnum. 12. september 2016 11:12 Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Nokkur alvarleg atvik áttu sér stað á undanförnum dögum þar sem símar af nýrri gerð Samsung Galaxy Note 7 ofhitnuðu með þeim afleiðingum að eldur kviknaði. Samkvæmt frétt BBC kviknaði í Galaxy Note 7 síma um borð í farþegaflugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn var en flugvélin var stödd á flugvellinum í Louisville í Kentucky. Til allrar mildi var flugvélin enn á jörðu niðri þegar kviknaði í símanum en vélin var rýmd eftir að farþegar urðu varir við reykinn. Galaxy Note 7 er nýjasti sími Samsung en fyrirtækið þurfti að stöðva sölu á símanum fyrr í haust vegna vegna galla í honum sem gerði það að verkum að síminn gat ofhitnað og jafnvel bráðnað eða sprungið. Fyrirtækið innkallaði fyrstu gerð Galaxy Note 7 í þeim löndum þar sem sala var hafin á símanum og setti í kjölfarið nýja gerð símans á markað. Nýja gerðin, átti samkvæmt talsmönnum Samsung, að vera fullkomlega örugg. Sjá einnig: Galaxy Note 7 varaðir við því að nota símann í hálfoftunum. Hins vegar hafa nú þegar komið upp nokkur tilvik þar símar af nýrri gerð Galaxy Note 7 hafa ofhitnað, líkt og átti sér stað í flugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn. Annað atvik átti sér stað í Kentucky á þriðjudaginn var en varð eldsvoði í íbúðarhúsi sem rekja má til ofhitnunar Galaxy Note 7 síma. Eigandi símans, Michael Klering var fluttur á gjörgæslu en er ekki í lífshættu. Hann fullyrti að síminn hefði ekki verið í hleðslu þegar eldur kviknaði í honum.Samsung varaði notendur ekki við Samsung hefur sætt talsverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki brugðist við atvikinu á þriðjudaginn var með því að vara notendur við. Þrátt fyrir að Samsung hafi fengið fregnir eldsvoðanum ákvað fyrirtækið að bíða með að upplýsa notendur um að nýja gerð símans væri mögulega gölluð, líkt og fyrri gerð hans. Síðan á þriðjudaginn hafa orðið að minnsta kosti tvö atvik sem rekja má til gallans, áðurnefnt atvik um borð í flugvél Southwest Airlines og atvik þar sem Galaxy Note 7 sími bráðnaði í höndum þrettán ára gamallar stúlku. Samsung hefur enn ekki gefið út að þeir hyggist innkalla nýju gerð Galaxy Note 7 en lýstu því yfir í kjölfar atviksins í flugvél Southwest Airlines að fyrirtækið hefði hafið rannsókn á atvikinu.
Tengdar fréttir Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14 Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53 Fleiri vörur Samsung virðast springa Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna vandræða með þvottavélar þeirra. 29. september 2016 11:31 Samsung Galaxy Note 7 gereyðilagði jeppa Var í hleðslu inní bílnum og brann ásamt bílnum. 12. september 2016 11:12 Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14
Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53
Fleiri vörur Samsung virðast springa Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna vandræða með þvottavélar þeirra. 29. september 2016 11:31
Samsung Galaxy Note 7 gereyðilagði jeppa Var í hleðslu inní bílnum og brann ásamt bílnum. 12. september 2016 11:12
Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36