Erlent

Páfi sakar mannkynið um að gera jörðina að mengaðri auðn sem er full af rusli og ógeði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frans páfi er harðorður vegna loftslagsbreytinga.
Frans páfi er harðorður vegna loftslagsbreytinga. vísir/getty
Frans Páfi segir að grípa verði til tafarlausra aðgerða til þess að stöðva loftlagsbreytingar og hefur lagt til að umhverfisvernd falli undir hefðbundin verk sem talin hafa verið til kristinnar miskunnar, til dæmis það að fæða þá hungruðu og hlúa að sjúkum.

Í ávarpi sem páfinn hélt í dag sagði að hann að loftslagsbreytingar bitnuðu mest á þeim sem bæru á þeim minnsta ábyrgð, það er flóttamönnum og fátækum. Þá sagði hann að eyðilegging mannsins á umhverfi sínu og náttúrunni væri synd og sakaði mannkynið um að gera jörðina að mengaðri auðn sem væri full af rusli og ógeði.

„Loftslagsbreytingarnar halda áfram. 2015 var hlýjasta ár sögunnar og 2016 mun líklega slá því við. Afleiðingarnar eru miklir þurrkar, flóð, eldar og öfgafull veður. Þá spila loftslagsbreytingar inn í þegar kemur að flóttamannavandanum í heiminum. Þeir fátæku, þrátt fyrir að bera minnsta ábyrgð á loftslagsbreytingum, er viðkvæmastir og líða nú þegar fyrir þær,“ sagði páfi meðal annars í ræðu sinni.

Þá sagði páfi að kaþólikkar ættu að nýta það sem eftir væri af árinu til þess biðja um fyrirgefningu fyrir syndir sínar gegn umhverfinu og eigingjörnu kerfi mannsins sem væri drifið áfram af gróðavon, sama hvað það kostar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×