Getur ekkert og er hættulegur fyrir liðin sín en samt keyptur fyrir samtals 17 milljarða Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 09:00 David Luiz hefur spilað með stórum liðum í stórum deildum og þénað mikið sama hvað er sagt um hann. vísir/getty Brasilíski miðvörðurinn David Luiz samdi í gær við Chelsea öðru sinni á sínum ferli en enska félagið borgar Paris Saint-Germain 34 milljónir punda fyrir leikmanninn sem það keypti á 50 milljónir punda fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Ensku félögin eyddu ríflega einum milljarði punda Þetta er í annað sinn sem Chelsea kaupir David Luiz á lokadegi félagaskipta en Lundúnarliðið borgaði 25 milljónir punda fyrir hann frá Benfica 31. janúar 2011. Hann spilaði þá í þrjú ár með Chelsea áður en hann var seldur til Parísar.A closer look at David Luiz's #CFC career. More here: https://t.co/qZBTOieQsj#SSNHQ#DeadlineDaypic.twitter.com/U41zQXsozC — Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) August 31, 2016 Sitt sýnist hverjum um þessi kaup Chelsea en þessi brasilíski varnarmaður hefur ekki alltaf heillað sparkspekinga, hvorki með félagsliði sínu eða brasilíska landsliðinu. Þessi hárprúði miðvörður sem getur einnig spilað sem varnarsinnaður miðjumaður þykir stundum hreinlega ekki alveg í takt við leikinn og gerir stundum alveg ævintýraleg mistök sem kosta liðin hans mörk og leiki. BBC tók saman tilvitnanir fjögurra fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanna sem nú starfa sem sparkspekingar um Luiz.David Luiz's combined transfer fees: £110m Yet many say he can't defend...https://t.co/Yq9gqJChq1#DeadlineDaypic.twitter.com/lOpbqzy8iY — BBC 5 live Sport (@5liveSport) August 31, 2016Jamie Redknapp: „Hann er dragbítur fyrir liðið sitt og alltof villtur.“Alan Hansen: „Hann er hvatvís og lætur draga sig úr úr stöðu endalaust. Hann sækir fram á við þegar hann þarf að fara til baka og fer til baka þegar hann á að sækja.“Gary Lineker: „David Luiz er ekki góður varnarmaður og hann verður það aldrei.“Roy Keane: „Það lítur út eins og hann viti ekki hvað hann er að gera“ Ferill David Luiz endurspeglar engan vegin þessi orð því hann hefur nú verið keyptur til Benfica, Chelsea, PSG og Chelsea aftur fyrir samtals 110 milljónir punda eða því sem nemur 17 milljörðum íslenskra króna. Hann hefur á sínum ferli unnið portúgölsku úrvalsdeildina einu sinni, enska bikarinn, Evrópudeildina og Meistaradeildina með Chelsea. Þá er hann tvöfaldur franskur meistari og bikarmeistari með PSG. Luiz á að baki 55 leiki með brasilíska landsliðinu en með því hann vann hann álfukeppnina á heimavelli árið 2013 og komst í undanúrslit HM 2014 þar sem hann átti reyndar stóra sök á 7-1 tapi Brasilíu gegn Þýskalandi. Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea staðfestir endurkomu David Luiz Chelsea staðfesti í kvöld félagaskipti brasilíska miðvarðarins David Luiz frá Paris Saint-Germain. 31. ágúst 2016 22:00 Ensku félögin eyddu ríflega einum milljarði punda Gamla metið sem sett var í fyrra mölbrotið eftir að nýr sjónvarpssamningur jók tekjur félaganna margfalt. 1. september 2016 07:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Brasilíski miðvörðurinn David Luiz samdi í gær við Chelsea öðru sinni á sínum ferli en enska félagið borgar Paris Saint-Germain 34 milljónir punda fyrir leikmanninn sem það keypti á 50 milljónir punda fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Ensku félögin eyddu ríflega einum milljarði punda Þetta er í annað sinn sem Chelsea kaupir David Luiz á lokadegi félagaskipta en Lundúnarliðið borgaði 25 milljónir punda fyrir hann frá Benfica 31. janúar 2011. Hann spilaði þá í þrjú ár með Chelsea áður en hann var seldur til Parísar.A closer look at David Luiz's #CFC career. More here: https://t.co/qZBTOieQsj#SSNHQ#DeadlineDaypic.twitter.com/U41zQXsozC — Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) August 31, 2016 Sitt sýnist hverjum um þessi kaup Chelsea en þessi brasilíski varnarmaður hefur ekki alltaf heillað sparkspekinga, hvorki með félagsliði sínu eða brasilíska landsliðinu. Þessi hárprúði miðvörður sem getur einnig spilað sem varnarsinnaður miðjumaður þykir stundum hreinlega ekki alveg í takt við leikinn og gerir stundum alveg ævintýraleg mistök sem kosta liðin hans mörk og leiki. BBC tók saman tilvitnanir fjögurra fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanna sem nú starfa sem sparkspekingar um Luiz.David Luiz's combined transfer fees: £110m Yet many say he can't defend...https://t.co/Yq9gqJChq1#DeadlineDaypic.twitter.com/lOpbqzy8iY — BBC 5 live Sport (@5liveSport) August 31, 2016Jamie Redknapp: „Hann er dragbítur fyrir liðið sitt og alltof villtur.“Alan Hansen: „Hann er hvatvís og lætur draga sig úr úr stöðu endalaust. Hann sækir fram á við þegar hann þarf að fara til baka og fer til baka þegar hann á að sækja.“Gary Lineker: „David Luiz er ekki góður varnarmaður og hann verður það aldrei.“Roy Keane: „Það lítur út eins og hann viti ekki hvað hann er að gera“ Ferill David Luiz endurspeglar engan vegin þessi orð því hann hefur nú verið keyptur til Benfica, Chelsea, PSG og Chelsea aftur fyrir samtals 110 milljónir punda eða því sem nemur 17 milljörðum íslenskra króna. Hann hefur á sínum ferli unnið portúgölsku úrvalsdeildina einu sinni, enska bikarinn, Evrópudeildina og Meistaradeildina með Chelsea. Þá er hann tvöfaldur franskur meistari og bikarmeistari með PSG. Luiz á að baki 55 leiki með brasilíska landsliðinu en með því hann vann hann álfukeppnina á heimavelli árið 2013 og komst í undanúrslit HM 2014 þar sem hann átti reyndar stóra sök á 7-1 tapi Brasilíu gegn Þýskalandi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea staðfestir endurkomu David Luiz Chelsea staðfesti í kvöld félagaskipti brasilíska miðvarðarins David Luiz frá Paris Saint-Germain. 31. ágúst 2016 22:00 Ensku félögin eyddu ríflega einum milljarði punda Gamla metið sem sett var í fyrra mölbrotið eftir að nýr sjónvarpssamningur jók tekjur félaganna margfalt. 1. september 2016 07:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Chelsea staðfestir endurkomu David Luiz Chelsea staðfesti í kvöld félagaskipti brasilíska miðvarðarins David Luiz frá Paris Saint-Germain. 31. ágúst 2016 22:00
Ensku félögin eyddu ríflega einum milljarði punda Gamla metið sem sett var í fyrra mölbrotið eftir að nýr sjónvarpssamningur jók tekjur félaganna margfalt. 1. september 2016 07:00