Innlent

Varað við stormi sunnan og vestantil síðar í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Búast má við rigningu víða um land næsta sólarhringinn.
Búast má við rigningu víða um land næsta sólarhringinn. Vísir/Vilhelm
Kröpp og dýpkandi lægð sunnan úr hafi nálgast nú landið og og má búast við að fari að hvessa af suðaustri þegar líður á daginn.

Á vef Veðurstofunnar segir að í kvöld verði kominn stormur við suðurströndina og síðar einnig vestanlands. Vegfarendur ættu því að hafa varann á ef þeir eru á ferð undir Eyjafjöllum í kvöld.

„Rignir víða á landinu næsta sólarhring, en helst þó yfirleitt þurrt norðaustanlands. Dregur síðan smám saman úr vindi og úrkomu á morgun, en gengur ekki niður á Snæfellsnesi fyrr en seint annað kvöld.

Áfram suðlægar áttir og vætusamt í vikunni, einkum þó syðra, en þokkalegar hitatölur,“ segir á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×