Innlent

Þyrlan kölluð út vegna sjúklings í Vestmannaeyjum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúklinginn í Vestmannaeyjar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúklinginn í Vestmannaeyjar. Vísir/vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF var kölluð út í dag vegna sjúklings í Vestmanneyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni í dag um aðstoð frá Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum vegna sjúklings sem þurfti að komast upp á land í aðgerð. Vegna veðurs gat sjúkraflugvél frá Mýflugi ekki komist þangað.

Seinni partinn tók að lægja og TF-LÍF komst í loftið og lenti á Reykjavíkurflugvelli nú á sjöunda tímanum með sjúklinginn. Sjúkrabíll flutti hann svo þaðan á Landspítalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×