Pabbi var góður í skák Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2016 09:15 Sigurjóna heldur skákmótið heima hjá sér, stýrir því og teflir líka sjálf. Vísir/GVA „Við erum alltaf með skákmót hér heima fyrsta laugardag í nóvember í minningu föður míns, Björgvins Abels Márussonar. Þetta er í 16. skiptið og ber nú upp á 100 ára fæðingarafmæli hans,“ segir Sigurjóna Björgvinsdóttir kennari og heldur áfram: „Pabbi var fæddur norður í Fljótum í Skagafirði og bjó þar lengst af. Hann var góður skákmaður, hafði óhemju gaman af að tefla og kenndi okkur það öllum krökkunum. Mótið er bara fyrir afkomendur hans og það hefur þróast skemmtilega.“ Sigurjóna segir þau systkinin hafa verið átta en einn bróðir sé látinn og ein systirin komi aldrei á skákmótið. „Við hin erum nokkuð virk í þessu móti og afkomendurnir líka. Ég tók fljótlega upp á því að hafa viðurkenningarskjal fyrir yngsta keppandann til að laða börnin að og þau halda áfram að mæta þannig að það er margt ungt fólk sem teflir með okkur hinum sem eldri erum.“ Von er á þrjátíu og fimm til fjörutíu manns og reiknar Sigurjóna með 20 til 25 að. Ekki veit hún hversu gamall yngsti keppandinn verður núna. „Ég veit aldrei fyrir víst hverjir koma. Það hefur alltaf verið nýr á hverju ári sem hefur fengið skjalið, því börnin eru mörg. Þeim finnst þetta gaman. Þau hitta líka frændfólk sitt,“ segir hún og kveðst hafa nóg borðpláss. „Ég fæ lánuð skákborð í Breiðholtsskóla sem ég kenni í, svo dreifum við okkur út um allt.“ Kaffi, kleinur og rúgbrauð eru hefðbundnar veitingar hjá Sigurjónu við þetta tilefni. Auk þess kemur mágkona hennar alltaf með pulsuhorn og af því að um aldarafmæli er að ræða nú ætlar hún að baka marengstertu. „Ég ákvað strax í upphafi að veitingarnar mættu aldrei verða aðalatriði og hef haldið í að hafa þær fábrotnar,“ segir Sigurjóna sem teflir sjálf á mótinu auk þess að stjórna því. „Við teflum sex umferðir og þetta er dálítið kerfi, því um alvörumót er að ræða,“ segir stjórnandinn. Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
„Við erum alltaf með skákmót hér heima fyrsta laugardag í nóvember í minningu föður míns, Björgvins Abels Márussonar. Þetta er í 16. skiptið og ber nú upp á 100 ára fæðingarafmæli hans,“ segir Sigurjóna Björgvinsdóttir kennari og heldur áfram: „Pabbi var fæddur norður í Fljótum í Skagafirði og bjó þar lengst af. Hann var góður skákmaður, hafði óhemju gaman af að tefla og kenndi okkur það öllum krökkunum. Mótið er bara fyrir afkomendur hans og það hefur þróast skemmtilega.“ Sigurjóna segir þau systkinin hafa verið átta en einn bróðir sé látinn og ein systirin komi aldrei á skákmótið. „Við hin erum nokkuð virk í þessu móti og afkomendurnir líka. Ég tók fljótlega upp á því að hafa viðurkenningarskjal fyrir yngsta keppandann til að laða börnin að og þau halda áfram að mæta þannig að það er margt ungt fólk sem teflir með okkur hinum sem eldri erum.“ Von er á þrjátíu og fimm til fjörutíu manns og reiknar Sigurjóna með 20 til 25 að. Ekki veit hún hversu gamall yngsti keppandinn verður núna. „Ég veit aldrei fyrir víst hverjir koma. Það hefur alltaf verið nýr á hverju ári sem hefur fengið skjalið, því börnin eru mörg. Þeim finnst þetta gaman. Þau hitta líka frændfólk sitt,“ segir hún og kveðst hafa nóg borðpláss. „Ég fæ lánuð skákborð í Breiðholtsskóla sem ég kenni í, svo dreifum við okkur út um allt.“ Kaffi, kleinur og rúgbrauð eru hefðbundnar veitingar hjá Sigurjónu við þetta tilefni. Auk þess kemur mágkona hennar alltaf með pulsuhorn og af því að um aldarafmæli er að ræða nú ætlar hún að baka marengstertu. „Ég ákvað strax í upphafi að veitingarnar mættu aldrei verða aðalatriði og hef haldið í að hafa þær fábrotnar,“ segir Sigurjóna sem teflir sjálf á mótinu auk þess að stjórna því. „Við teflum sex umferðir og þetta er dálítið kerfi, því um alvörumót er að ræða,“ segir stjórnandinn.
Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira