Segir mikla fordóma hér á landi gagnvart óperutónlist Magnús Guðmundsson skrifar 16. júlí 2016 10:30 Bjarni Thor segir að saga óperunnar á Íslandi sé stutt en viðburðarík og margt skemmtilegt hafi á daga drifið. Hvað eiga fuglaveiðimaður, ungversk greifynja, dauðadæmdur listmálari og vergjörn verkakona sameiginlegt? Jú, allt eru þetta persónur sem koma við sögu í óperugalasýningu í Hörpu á sunnudaginn. Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari hefur veg og vanda af dagskránni og hann segir að áætlaðir séu nokkrir slíkir tónleikar í sumar undir yfirskriftinni óperugala. „Þetta eru fjórir söngvarar og einn píanisti sem skauta í gegnum sögu óperuflutnings á Íslandi. Þetta eru fjórir einsöngvarar af yngri kynslóðinni, þau Lilja Guðmundsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Egill Árni Pálsson og Kristján Jóhannesson en Matthildur Anna Gísladóttir er við píanóið. Söngvararnir syngja vel valda tónlist úr óperum, ekki síst svona nokkuð vel þekkta hittara ef svo má segja, en á sama tíma erum við að segja frá sögu óperunnar í Íslandi í máli og myndum. Þessi saga er reyndar ákaflega stutt á Íslandi, því þó svo að ópera hafi verið til í 500 ár þá nær þessi saga ekki hundrað árum hérlendis. Við vorum einfaldlega lengi vel bæði fátækt og fámennt samfélag sem hafði eðli málsins samkvæmt ekki kost á því að sinna slíkri listgrein. En ég ákvað samt að setja svona dagskrá saman vegna þess að það hefur engu að síður margt afar skemmtilegt gerst á þessum sjötíu til áttatíu árum eða svo.Hanna Dóra Sturludóttir og Oddur Arnþór Jónsson í hlutverkum sínum í óperunni Don Giovanni sem sett var upp á Íslandi.Til þess að draga þessa sögu fram í dagsljósið þá sýnum við líka myndir og myndskeið úr sjónvarpsþáttum og við gætum þess að þetta sé aðgengilegt og aldrei langt í skemmtilegheitin. Þetta er eiginlega svona ópera 101 í leiðinni og því miklu meira en tilvalið fyrir þá sem vilja kynna sér óperulistina. Á sama tíma og þau eru að segja þessa sögu þá eru þau líka að spá í margt er varðar óperur eins og hvort útlitið skipti máli, hvernig söngvarar líta út, á hvaða tungumáli sé rétt að syngja, hvort ópera geti ekki allt eins gerst á Kópaskeri eins og á Spáni og þannig mætti áfram telja.“ Spurður hvort saga óperunnar á Íslandi sé raunasaga þá lætur Bjarni Thor sé nú lítið bregða. „Nei, ég mundi nú ekki segja það en það hefur gengið á ýmsu. En það sem hefur í raun alltaf verið erfiðast að eiga við á Íslandi varðandi óperu eru einkum fordómar. Það eru miklir fordómar hér gagnvart óperutónlist. En ef maður spáir í það þá eru vinsælustu óperurnar, eins og sumar þeirra sem við erum að syngja úr, uppfullar af tónlist sem er búin að vera vinsæl í þrjú hundruð ár og er flutt á hverjum einasta degi einhvers staðar úti í heimi. En samt virðist erfitt að telja landanum trú um hvað þetta er skemmtilegt og það þrátt fyrir það hvað við erum söngelsk þjóð og það er ákveðin mótsögn í því. Ég held að þetta sé bara fyrst og fremst það að við höfum ekki haft mikið af þessu í okkar umhverfi því við erum í raun mjög móttækileg. Við þurfum bara að byrja fyrr og láta það eftir okkur að njóta þessarar fallegu tónlistar.“ Tónleikarnir eru í Kaldalóni Hörpu á sunnudaginn kl. 16 og svo í þrjú skipti síðar í sumar eftir það.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júlí 2016. Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hvað eiga fuglaveiðimaður, ungversk greifynja, dauðadæmdur listmálari og vergjörn verkakona sameiginlegt? Jú, allt eru þetta persónur sem koma við sögu í óperugalasýningu í Hörpu á sunnudaginn. Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari hefur veg og vanda af dagskránni og hann segir að áætlaðir séu nokkrir slíkir tónleikar í sumar undir yfirskriftinni óperugala. „Þetta eru fjórir söngvarar og einn píanisti sem skauta í gegnum sögu óperuflutnings á Íslandi. Þetta eru fjórir einsöngvarar af yngri kynslóðinni, þau Lilja Guðmundsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Egill Árni Pálsson og Kristján Jóhannesson en Matthildur Anna Gísladóttir er við píanóið. Söngvararnir syngja vel valda tónlist úr óperum, ekki síst svona nokkuð vel þekkta hittara ef svo má segja, en á sama tíma erum við að segja frá sögu óperunnar í Íslandi í máli og myndum. Þessi saga er reyndar ákaflega stutt á Íslandi, því þó svo að ópera hafi verið til í 500 ár þá nær þessi saga ekki hundrað árum hérlendis. Við vorum einfaldlega lengi vel bæði fátækt og fámennt samfélag sem hafði eðli málsins samkvæmt ekki kost á því að sinna slíkri listgrein. En ég ákvað samt að setja svona dagskrá saman vegna þess að það hefur engu að síður margt afar skemmtilegt gerst á þessum sjötíu til áttatíu árum eða svo.Hanna Dóra Sturludóttir og Oddur Arnþór Jónsson í hlutverkum sínum í óperunni Don Giovanni sem sett var upp á Íslandi.Til þess að draga þessa sögu fram í dagsljósið þá sýnum við líka myndir og myndskeið úr sjónvarpsþáttum og við gætum þess að þetta sé aðgengilegt og aldrei langt í skemmtilegheitin. Þetta er eiginlega svona ópera 101 í leiðinni og því miklu meira en tilvalið fyrir þá sem vilja kynna sér óperulistina. Á sama tíma og þau eru að segja þessa sögu þá eru þau líka að spá í margt er varðar óperur eins og hvort útlitið skipti máli, hvernig söngvarar líta út, á hvaða tungumáli sé rétt að syngja, hvort ópera geti ekki allt eins gerst á Kópaskeri eins og á Spáni og þannig mætti áfram telja.“ Spurður hvort saga óperunnar á Íslandi sé raunasaga þá lætur Bjarni Thor sé nú lítið bregða. „Nei, ég mundi nú ekki segja það en það hefur gengið á ýmsu. En það sem hefur í raun alltaf verið erfiðast að eiga við á Íslandi varðandi óperu eru einkum fordómar. Það eru miklir fordómar hér gagnvart óperutónlist. En ef maður spáir í það þá eru vinsælustu óperurnar, eins og sumar þeirra sem við erum að syngja úr, uppfullar af tónlist sem er búin að vera vinsæl í þrjú hundruð ár og er flutt á hverjum einasta degi einhvers staðar úti í heimi. En samt virðist erfitt að telja landanum trú um hvað þetta er skemmtilegt og það þrátt fyrir það hvað við erum söngelsk þjóð og það er ákveðin mótsögn í því. Ég held að þetta sé bara fyrst og fremst það að við höfum ekki haft mikið af þessu í okkar umhverfi því við erum í raun mjög móttækileg. Við þurfum bara að byrja fyrr og láta það eftir okkur að njóta þessarar fallegu tónlistar.“ Tónleikarnir eru í Kaldalóni Hörpu á sunnudaginn kl. 16 og svo í þrjú skipti síðar í sumar eftir það.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júlí 2016.
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira