Innlent

Jón Gnarr vill að bólusetningar verði forsenda fyrir skólavist

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Jón Gnarr.
Jón Gnarr. Vísir/Stefán
Tæplega sex vikna barn greindist með kíghósta nýlega en kíghósti getur verið lífshættulegur, sérstaklega fyrir börn yngri en sex mánaða. Þar af leiðandi er bólusett fyrir kíghósta þegar börn eru þriggja mánaða, fimm mánaða, tólf mánaða og fjögurra ára.

Síðustu miseri hafa reglulega komið upp umræður um bólusetningar en talið er að um tvö prósent foreldra barna í Reykjavík kjósi að bólusetja börnin sín ekki.

Sjá einnig: Nýfædd dóttir þingmanns greindist með kíghósta: „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín, skammist ykkar

Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi.
Fyrir tæpum tveimur árum felldi meirihlutinn í borginni tillögu Hildar Sverrisdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss í Reykjavík. Tillagan þótti of róttæk.

Nú þegar umræðan hefur sprottið upp aftur hefur til að mynda Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, tjáð sig um málið á Facebook þar sem hann segir bólusetningu eiga að vera skilyrði fyrir því að börn fái pláss á leikskóla og í skóla.

Hildur bendir á að það hafi verið gamlir flokksfélagar Jóns Gnarr sem felldu tillöguna á sínum tíma.

„Þegar meirihluti hefur marga flokka er oft erfitt að sjá hverjir það eru sem leiða hópinn til einhverrar afstöðu, en skoðun Jóns Gnarr er auðvitað áhugaverð þar sem meirirhlutinn var einróma í afstöðu sinni,“ segir Hildur og bætir við:

„Með þessum orðum hans virðist ljóst að líklegra er að gripið verði til svona aðgerða ef leikari er borgarstjóri, frekar en læknir.“

Skjáskot af Facebook-færslu Jóns.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×