Fjölga þarf innflytjendum til að standa undir hagvexti Una Sighvatsdóttir skrifar 7. janúar 2016 20:30 Nú við upphaf ársins 2016 er staðan í hagkerfinu býsna góð og allar forsendur til staðar fyrir áframhaldandi hagvexti, að mati Samtaka atvinnulífsins, en fram kom á hádegisfundi þeirra í dag um horfur í atvinnulífinu að aðstæður séu nú að breytast mjög hratt. Vísbendingar eru um að bjartsýni neytenda hafi vaxið enda eykst einkaneysla hratt og kaupmáttur ráðstöfunartekna er orðinn meiri en hann var árið 2007. Flestar atvinnugreinar sjá fram á aukna fjárfestingu og ráðningar á þessu ári og spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn því að Ísland verði í öðru sæti OECD 2016 ríkja með 3,7% hagvöxt. Meginstoðir þessarar jákvæðu þróunar eru mikil aukning útflutningstekna, sér í lagi vegna ferðaþjónustunnar.Hverjir eiga að standa undir hagvextinum? Stóra spurningin til lengri tíma er hinsvegar hvernig samfélagið á að standa undir hagvexti til framtíðar. Fyrirséð er að hlutfal eldri borgara mun vaxa hratt á næstu tveimur áratugum. Um leið fækkar vinnandi höndum hlutfallslega á móti. Þetta eru risavaxnar áskoranir að mati Samtakanna, því ef hagkerfið heldur áfram að vaxa um 2,5% á ári er fyrirséð að mikill skortur verður á starfsfólki. Til að standa undir hagvexti þarf því að fjölga íbúum landsins sem geta unnið. Samtökin leggja meðal annars til að hækka verði eftirlaunaaldur og stytta námstíma til að mæta þessari þörf á vinnumarkaði.Kalli á skýra stefnu í innflytjendamálum Slíkar aðgerðir myndu þó ekki brúa mannaflaþörfina nema að hluta. Hagstofa Íslands hefur gert ráð fyrir árlegri þörf fyrir ríflega 2000 erlenda starfsmenn næstu tuttugu árin. Gangi þessar spár eftir mun hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi ríflega tvöfaldast, úr 8% landsmanna í 20%. Samtök atvinnulífsins telja hinsvegar að þörfin verði umtalsvert meiri en Hagstofan gerir ráð fyrir. Þetta sé í senn óumflýjanleg og eftirsóknarverð þróun, sem muni breyta ásýnd samfélagsins á komandi árum með aukinni fjölbreytni og styrkja hagkerfið, en kalli um leið á skýra stefnu í innflytjendamálum. Tengdar fréttir SA leggur til að skólagangan verði frá fimm til átján ára aldurs Ef stúdentspróf yrði við 18 ára aldur myndi landsframleiðsla aukast um tæpa 40 milljarða króna að mati SA. 7. janúar 2016 13:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Nú við upphaf ársins 2016 er staðan í hagkerfinu býsna góð og allar forsendur til staðar fyrir áframhaldandi hagvexti, að mati Samtaka atvinnulífsins, en fram kom á hádegisfundi þeirra í dag um horfur í atvinnulífinu að aðstæður séu nú að breytast mjög hratt. Vísbendingar eru um að bjartsýni neytenda hafi vaxið enda eykst einkaneysla hratt og kaupmáttur ráðstöfunartekna er orðinn meiri en hann var árið 2007. Flestar atvinnugreinar sjá fram á aukna fjárfestingu og ráðningar á þessu ári og spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn því að Ísland verði í öðru sæti OECD 2016 ríkja með 3,7% hagvöxt. Meginstoðir þessarar jákvæðu þróunar eru mikil aukning útflutningstekna, sér í lagi vegna ferðaþjónustunnar.Hverjir eiga að standa undir hagvextinum? Stóra spurningin til lengri tíma er hinsvegar hvernig samfélagið á að standa undir hagvexti til framtíðar. Fyrirséð er að hlutfal eldri borgara mun vaxa hratt á næstu tveimur áratugum. Um leið fækkar vinnandi höndum hlutfallslega á móti. Þetta eru risavaxnar áskoranir að mati Samtakanna, því ef hagkerfið heldur áfram að vaxa um 2,5% á ári er fyrirséð að mikill skortur verður á starfsfólki. Til að standa undir hagvexti þarf því að fjölga íbúum landsins sem geta unnið. Samtökin leggja meðal annars til að hækka verði eftirlaunaaldur og stytta námstíma til að mæta þessari þörf á vinnumarkaði.Kalli á skýra stefnu í innflytjendamálum Slíkar aðgerðir myndu þó ekki brúa mannaflaþörfina nema að hluta. Hagstofa Íslands hefur gert ráð fyrir árlegri þörf fyrir ríflega 2000 erlenda starfsmenn næstu tuttugu árin. Gangi þessar spár eftir mun hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi ríflega tvöfaldast, úr 8% landsmanna í 20%. Samtök atvinnulífsins telja hinsvegar að þörfin verði umtalsvert meiri en Hagstofan gerir ráð fyrir. Þetta sé í senn óumflýjanleg og eftirsóknarverð þróun, sem muni breyta ásýnd samfélagsins á komandi árum með aukinni fjölbreytni og styrkja hagkerfið, en kalli um leið á skýra stefnu í innflytjendamálum.
Tengdar fréttir SA leggur til að skólagangan verði frá fimm til átján ára aldurs Ef stúdentspróf yrði við 18 ára aldur myndi landsframleiðsla aukast um tæpa 40 milljarða króna að mati SA. 7. janúar 2016 13:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
SA leggur til að skólagangan verði frá fimm til átján ára aldurs Ef stúdentspróf yrði við 18 ára aldur myndi landsframleiðsla aukast um tæpa 40 milljarða króna að mati SA. 7. janúar 2016 13:49