Enski boltinn

Pep fór næstum til City fyrir tíu árum síðan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guardiola með Wenger.
Guardiola með Wenger. vísir/getty
Nýr stjóri Man. City, Pep Guardiola, hefur greint frá því að hann var næstum kominn til félagsins fyrir áratug síðan.

Guardiola spilaði næstum allan sinn feril með Barcelona. Hann fór síðan til Brescia, Roma og Al-Ahli.

Þá var hann orðinn 34 ára gamall og hafð augastað á því að spila á Englandi. Þá kom símtal frá Stuart Pearce, þáverandi stjóra City. Ekkert varð þó úr því að hann kæmi. Sem betur fyrir City segir Guardiola.

„Ég var algjört lestarslys á þessum tíma og það var hárrétt hjá Pearce að semja ekki við mig. Hann bauð þess utan aðeins hálfs árs samning sem var skynsamlegt. Það var mjög siðugt að sleppa því að semja við mig,“ sagði stjórinn farsæli.

Hann ætlar þó að skila meiru til félagsins sem stjóri á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×