Enski boltinn

Ferguson hefur mikla trú á Giggs sem stjóra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Giggs á hliðarlínunn með Ferguson-stúkuna í baksýn.
Giggs á hliðarlínunn með Ferguson-stúkuna í baksýn. vísir/getty
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Man. Utd, segir að nú hafi verið rétti tíminn hjá Ryan Giggs að yfirgefa Man. Utd.

29 ára dvöl Giggs hjá félaginu er loksins lokið en Jose Mourinho, nýráðinn stjóri félagsins, ætlar ekki að hafa hann í þjálfaraliði sínu.

Ferguson segir að það sé rétt hjá Mourinho að mæta til leiks með sitt fólk.

„Það er kominn tími á að Ryan standi á eigin fótum. Skelli sér út á markaðinn og taki áskorunum sem bíða þar,“ sagði Ferguson en hann hefur mikla trú á Giggs sem knattspyrnustjóra.

„Ég tala oft um hvað hann heldur andliti vel. Það er eitthvað hart við hann. Það þarf grjóthart fólk í þennan bransa. Menn með karakter og sterkan persónuleika.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×