Innlent

VG brotleg við áfengis- og tóbaksvarnarlög

Jakob Bjarnar skrifar
Þátttaka Katrínar Jakobsdóttur í auglýsingum Rassa gæti reynst afdrifarík en vart fer á milli mála að með henni hafi VG gerst brotleg við áfengislög og tóbaksvarnarlög.
Þátttaka Katrínar Jakobsdóttur í auglýsingum Rassa gæti reynst afdrifarík en vart fer á milli mála að með henni hafi VG gerst brotleg við áfengislög og tóbaksvarnarlög.
Auglýsingar Ragnars Kjartanssonar listamanns fyrir VG hafa vakið mikla athygli og umræðu. Nú virðist sem VG hafi með gerð þeirra berst brotleg við bæði Áfengislög sem og Tóbaksvarnarlög.

Í einni auglýsinganna birtast þau Ragnar og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, við barinn þar sem Ragnar blandar þeim kokteil sem hann líkir svo við það hvernig Ísland er saman sett. Í lokin fá þau sér svo vindil og skála.

Með þessu virðist sem VG hafi gerst brotleg við áfengislög en í 20. grein Áfengislaga en þar segir:

„20. gr. Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu.“

Vart fer milli mála að auglýsingar VG brjóta í bága við Áfengislög.
Vísir bar þetta undir löglærða og þeim sýnist ótvírætt sem þarna sé um brot að ræða. Ekkert er kveðið á um hvar auglýsingin birtist í lögunum en myndband þetta hefur VG dreift á Facebook og YouTube.

Sama má í raun segja um Tóbaksvarnarlög, ekki verður betur séð en VG þverbrjóti þau lög einnig. Í þeim lögum segir:

„Bannað er enn fremur að sýna neyslu eða hvers konar meðferð tóbaks eða reykfæra í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu og í myndskreytingu á varningi.“

Vísir reyndi að ná tali af lögmönnum Neytendastofu vegna málsins en þar voru allir á fundi. Ekki tókst heldur að ná tali af Katrínu sem ekki svaraði síma.

Lög um tókbaksvarnir kveða skýrt á um að bannað sé að sýna neyslu eða hversk konar meðferð tóbaks eða reykfæra í auglýsingum.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×