„Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2016 13:09 Björt Ólafsdóttir vísir/vilhelm Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir mikilvægt að skýra línur nú eftir að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna hafa fundað um mögulegt samstarf að kosningum loknum, enda séu flokkarnir afar ólíkir. Björt framtíð hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 í dag. „Það hefur töluvert verið rætt um stjórnarsamstarf til hægri eða vinstri og við í Bjartri framtíð höfum verið skilgreind svolítið út og suður. Við ætlum bara að fá að gera það sjálf og lýsa okkar afstöðu til mögulegs stjórnarsamstarfs,“ segir Björt í samtali við Vísi, aðspurð um hvers eðlis blaðamannafundurinn í dag verður . Formenn Pírata, Vinstri Grænna, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sendu frá sér yfirlýsingu í hádeginu þar sem þeir segja fulla ástæðu til þess að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar, fái flokkarnir til þess umboð í komandi kosningum, ásamt því sem þeir telji samstarf þessara flokka skýran valkost við núverandi stjórnarflokka. Björt segir að ekki sé um stjórnarmyndunarviðræður að ræða, enda séu þær ótímabærar á þessari stundu. „Við getum ekki farið í stjórnarmyndunarumræður fyrr en fólk er búið að kjósa. Það er bara svoleiðis. Þetta eru ekki stjórnarmyndunarumræður heldur telja flokkarnir jákvætt að fara í samstarf er úrslit kosninganna fara þannig. Á þessum tveimur stuttu fundum sem hafa verið höfum við ekkert rætt málefnin eða hvar flokkarnir eru ósammála, heldur aðallega hvar flokkarnir eru sammála,“ útskýrir hún. Björt segir að áherslur Bjartrar framtíðar verði kynntar, því flokkurinn muni ekki sætta sig við annað en að þeirra mál nái fram að ganga; þ.e kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, jöfnun atkvæðisréttar og fullt kjörtímabil. Hins vegar segir hún að flokkurinn sé reiðubúin til að starfa með hvaða flokki sem er, nema Íslensku þjóðfylkingunni, náist sátt um þessi mál. „Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir. Við erum frjálslyndur miðjuflokkur. Það er hægt að skilgreina aðra sem vinstri flokka en við erum ekki þar í mörgum málum. Ef af þessu verður og ef kjósendur vilja það þá verða áherslur okkar svona. Við viljum vera mjög skýr með það fyrir kosningar. Við erum frjálslyndur, grænn, miðjuflokkur og það eru okkar áherslur, sem þýðir miklar kerfisbreytingar,“ segir Björt Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir mikilvægt að skýra línur nú eftir að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna hafa fundað um mögulegt samstarf að kosningum loknum, enda séu flokkarnir afar ólíkir. Björt framtíð hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 í dag. „Það hefur töluvert verið rætt um stjórnarsamstarf til hægri eða vinstri og við í Bjartri framtíð höfum verið skilgreind svolítið út og suður. Við ætlum bara að fá að gera það sjálf og lýsa okkar afstöðu til mögulegs stjórnarsamstarfs,“ segir Björt í samtali við Vísi, aðspurð um hvers eðlis blaðamannafundurinn í dag verður . Formenn Pírata, Vinstri Grænna, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sendu frá sér yfirlýsingu í hádeginu þar sem þeir segja fulla ástæðu til þess að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar, fái flokkarnir til þess umboð í komandi kosningum, ásamt því sem þeir telji samstarf þessara flokka skýran valkost við núverandi stjórnarflokka. Björt segir að ekki sé um stjórnarmyndunarviðræður að ræða, enda séu þær ótímabærar á þessari stundu. „Við getum ekki farið í stjórnarmyndunarumræður fyrr en fólk er búið að kjósa. Það er bara svoleiðis. Þetta eru ekki stjórnarmyndunarumræður heldur telja flokkarnir jákvætt að fara í samstarf er úrslit kosninganna fara þannig. Á þessum tveimur stuttu fundum sem hafa verið höfum við ekkert rætt málefnin eða hvar flokkarnir eru ósammála, heldur aðallega hvar flokkarnir eru sammála,“ útskýrir hún. Björt segir að áherslur Bjartrar framtíðar verði kynntar, því flokkurinn muni ekki sætta sig við annað en að þeirra mál nái fram að ganga; þ.e kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, jöfnun atkvæðisréttar og fullt kjörtímabil. Hins vegar segir hún að flokkurinn sé reiðubúin til að starfa með hvaða flokki sem er, nema Íslensku þjóðfylkingunni, náist sátt um þessi mál. „Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir. Við erum frjálslyndur miðjuflokkur. Það er hægt að skilgreina aðra sem vinstri flokka en við erum ekki þar í mörgum málum. Ef af þessu verður og ef kjósendur vilja það þá verða áherslur okkar svona. Við viljum vera mjög skýr með það fyrir kosningar. Við erum frjálslyndur, grænn, miðjuflokkur og það eru okkar áherslur, sem þýðir miklar kerfisbreytingar,“ segir Björt
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
„Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37
Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49