„Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2016 13:09 Björt Ólafsdóttir vísir/vilhelm Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir mikilvægt að skýra línur nú eftir að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna hafa fundað um mögulegt samstarf að kosningum loknum, enda séu flokkarnir afar ólíkir. Björt framtíð hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 í dag. „Það hefur töluvert verið rætt um stjórnarsamstarf til hægri eða vinstri og við í Bjartri framtíð höfum verið skilgreind svolítið út og suður. Við ætlum bara að fá að gera það sjálf og lýsa okkar afstöðu til mögulegs stjórnarsamstarfs,“ segir Björt í samtali við Vísi, aðspurð um hvers eðlis blaðamannafundurinn í dag verður . Formenn Pírata, Vinstri Grænna, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sendu frá sér yfirlýsingu í hádeginu þar sem þeir segja fulla ástæðu til þess að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar, fái flokkarnir til þess umboð í komandi kosningum, ásamt því sem þeir telji samstarf þessara flokka skýran valkost við núverandi stjórnarflokka. Björt segir að ekki sé um stjórnarmyndunarviðræður að ræða, enda séu þær ótímabærar á þessari stundu. „Við getum ekki farið í stjórnarmyndunarumræður fyrr en fólk er búið að kjósa. Það er bara svoleiðis. Þetta eru ekki stjórnarmyndunarumræður heldur telja flokkarnir jákvætt að fara í samstarf er úrslit kosninganna fara þannig. Á þessum tveimur stuttu fundum sem hafa verið höfum við ekkert rætt málefnin eða hvar flokkarnir eru ósammála, heldur aðallega hvar flokkarnir eru sammála,“ útskýrir hún. Björt segir að áherslur Bjartrar framtíðar verði kynntar, því flokkurinn muni ekki sætta sig við annað en að þeirra mál nái fram að ganga; þ.e kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, jöfnun atkvæðisréttar og fullt kjörtímabil. Hins vegar segir hún að flokkurinn sé reiðubúin til að starfa með hvaða flokki sem er, nema Íslensku þjóðfylkingunni, náist sátt um þessi mál. „Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir. Við erum frjálslyndur miðjuflokkur. Það er hægt að skilgreina aðra sem vinstri flokka en við erum ekki þar í mörgum málum. Ef af þessu verður og ef kjósendur vilja það þá verða áherslur okkar svona. Við viljum vera mjög skýr með það fyrir kosningar. Við erum frjálslyndur, grænn, miðjuflokkur og það eru okkar áherslur, sem þýðir miklar kerfisbreytingar,“ segir Björt Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir mikilvægt að skýra línur nú eftir að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna hafa fundað um mögulegt samstarf að kosningum loknum, enda séu flokkarnir afar ólíkir. Björt framtíð hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 í dag. „Það hefur töluvert verið rætt um stjórnarsamstarf til hægri eða vinstri og við í Bjartri framtíð höfum verið skilgreind svolítið út og suður. Við ætlum bara að fá að gera það sjálf og lýsa okkar afstöðu til mögulegs stjórnarsamstarfs,“ segir Björt í samtali við Vísi, aðspurð um hvers eðlis blaðamannafundurinn í dag verður . Formenn Pírata, Vinstri Grænna, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sendu frá sér yfirlýsingu í hádeginu þar sem þeir segja fulla ástæðu til þess að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar, fái flokkarnir til þess umboð í komandi kosningum, ásamt því sem þeir telji samstarf þessara flokka skýran valkost við núverandi stjórnarflokka. Björt segir að ekki sé um stjórnarmyndunarviðræður að ræða, enda séu þær ótímabærar á þessari stundu. „Við getum ekki farið í stjórnarmyndunarumræður fyrr en fólk er búið að kjósa. Það er bara svoleiðis. Þetta eru ekki stjórnarmyndunarumræður heldur telja flokkarnir jákvætt að fara í samstarf er úrslit kosninganna fara þannig. Á þessum tveimur stuttu fundum sem hafa verið höfum við ekkert rætt málefnin eða hvar flokkarnir eru ósammála, heldur aðallega hvar flokkarnir eru sammála,“ útskýrir hún. Björt segir að áherslur Bjartrar framtíðar verði kynntar, því flokkurinn muni ekki sætta sig við annað en að þeirra mál nái fram að ganga; þ.e kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, jöfnun atkvæðisréttar og fullt kjörtímabil. Hins vegar segir hún að flokkurinn sé reiðubúin til að starfa með hvaða flokki sem er, nema Íslensku þjóðfylkingunni, náist sátt um þessi mál. „Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir. Við erum frjálslyndur miðjuflokkur. Það er hægt að skilgreina aðra sem vinstri flokka en við erum ekki þar í mörgum málum. Ef af þessu verður og ef kjósendur vilja það þá verða áherslur okkar svona. Við viljum vera mjög skýr með það fyrir kosningar. Við erum frjálslyndur, grænn, miðjuflokkur og það eru okkar áherslur, sem þýðir miklar kerfisbreytingar,“ segir Björt
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
„Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37
Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49