Lífið

Kleinuhringir flokkanna mættir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessir líta bara nokkuð vel út.
Þessir líta bara nokkuð vel út.
Ekki eru nema tveir dagar þar til kosið verður til Alþingis og eru landsmenn margir hverir orðnir spenntir fyrir niðurstöðum kosninganna en alls eru 12 flokkar í framboði.

Kleinuhringjafyrirtækið Dunkin´ Donuts er nú komið með flokkakleinuhringi til sölu en þeir eru súkkulaðifylltir og merktir með kosningastöfum flokkanna.

Á föstudag kemur svo í ljós hvaða hringur hefur selst mest og vinningshafi Alhringiskosninganna 2016 verður kynntur. Gæti orðið fróðlegt að sjá muninn milli kosninganna og sölu á kleinuhringjum.

„Það myndast alltaf stemning í kringum alþingiskosningar enda mikilvægt mál fyrir okkur Íslendinga að kjósa. Þó svo að Alhringiskosningarnar hjá okkur á Dunkin séu nú langt frá því að vera eins mikilvægar og sjálfar alþingiskosningarnar á laugardag er um að gera að gaman að þessu líka,“ segir Sigurður Karlsson framkvæmdastjóri Dunkin´ Donuts á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.