Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Ingvar Haraldsson skrifar 29. febrúar 2016 07:00 Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. mynd/fáfnir Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. Samkvæmt fundarboði á hluthafafund Fáfnis sem sent var út 30. nóvember átti að veita stjórn félagsins heimild til að lækka hlutafé og leggja nýtt hlutafé í félagið. Til stóð að hlutaféð myndi lækka úr 1,8 milljörðum í 275 milljónir króna og stefnt var að því að núverandi hluthafar legðu 183 milljónir króna af nýju hlutafé í félagið. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa lagt háar fjárhæðir í Fáfni í gegnum sjóðina Akur og Horn II sem dótturfélög Íslandsbanka og Landsbankans reka. Samkvæmt hugmyndum sem voru uppi átti hæstu framlögin að vera frá sjóðunum í eigu lífeyrissjóðanna. Til stóð að Horn II legði til 60 milljónir af nýju hlutafé í Fáfni og Akur 79 milljónir. Ekki var gert ráð fyrir að Steingrímur Erlingsson, sem sagt var upp sem forstjóra Fáfnis um miðjan desember, né danska félagið Optima legði fé í félagið. Eignarhlutur Steingríms myndi því lækka úr 21 prósenti niður í 12 prósent og Optima úr 2,45 prósentum í 1,47 prósent. Aftur á móti var fallið frá að halda hluthafafund degi síðar. „Við þurftum meiri tíma til að vinna þetta,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum töldu stjórnendur Fáfnis að gera þyrfti breytingar á fundarboðinu. Ekki var haldinn hluthafafundur fyrir en síðastliðinn miðvikudag. Þar samþykkti meirihluti hluthafa að gefið yrði út skuldabréf í vikunni að fjárhæð 195 milljónir króna til að fjármagna greiðslu til skipasmíðastöðvarinnar Havyard, sem er að smíða skipið Fáfni Viking. Hluthafar Fáfnis eiga að kaupa skuldabréf en heimilt er að breyta skuldabréfinu í hlutafé sem samsvarar meirihlutaeign í Fáfni. Því mun eignarhlutur þeirra hluthafa sem ekki taka þátt í skuldabréfaútgáfunni þynnast út. Tengdar fréttir Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. 24. febrúar 2016 09:45 Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00 Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00 Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00 Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. Samkvæmt fundarboði á hluthafafund Fáfnis sem sent var út 30. nóvember átti að veita stjórn félagsins heimild til að lækka hlutafé og leggja nýtt hlutafé í félagið. Til stóð að hlutaféð myndi lækka úr 1,8 milljörðum í 275 milljónir króna og stefnt var að því að núverandi hluthafar legðu 183 milljónir króna af nýju hlutafé í félagið. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa lagt háar fjárhæðir í Fáfni í gegnum sjóðina Akur og Horn II sem dótturfélög Íslandsbanka og Landsbankans reka. Samkvæmt hugmyndum sem voru uppi átti hæstu framlögin að vera frá sjóðunum í eigu lífeyrissjóðanna. Til stóð að Horn II legði til 60 milljónir af nýju hlutafé í Fáfni og Akur 79 milljónir. Ekki var gert ráð fyrir að Steingrímur Erlingsson, sem sagt var upp sem forstjóra Fáfnis um miðjan desember, né danska félagið Optima legði fé í félagið. Eignarhlutur Steingríms myndi því lækka úr 21 prósenti niður í 12 prósent og Optima úr 2,45 prósentum í 1,47 prósent. Aftur á móti var fallið frá að halda hluthafafund degi síðar. „Við þurftum meiri tíma til að vinna þetta,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum töldu stjórnendur Fáfnis að gera þyrfti breytingar á fundarboðinu. Ekki var haldinn hluthafafundur fyrir en síðastliðinn miðvikudag. Þar samþykkti meirihluti hluthafa að gefið yrði út skuldabréf í vikunni að fjárhæð 195 milljónir króna til að fjármagna greiðslu til skipasmíðastöðvarinnar Havyard, sem er að smíða skipið Fáfni Viking. Hluthafar Fáfnis eiga að kaupa skuldabréf en heimilt er að breyta skuldabréfinu í hlutafé sem samsvarar meirihlutaeign í Fáfni. Því mun eignarhlutur þeirra hluthafa sem ekki taka þátt í skuldabréfaútgáfunni þynnast út.
Tengdar fréttir Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. 24. febrúar 2016 09:45 Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00 Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00 Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00 Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. 24. febrúar 2016 09:45
Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00
Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00
Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00
Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00