Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Ingvar Haraldsson skrifar 29. febrúar 2016 07:00 Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. mynd/fáfnir Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. Samkvæmt fundarboði á hluthafafund Fáfnis sem sent var út 30. nóvember átti að veita stjórn félagsins heimild til að lækka hlutafé og leggja nýtt hlutafé í félagið. Til stóð að hlutaféð myndi lækka úr 1,8 milljörðum í 275 milljónir króna og stefnt var að því að núverandi hluthafar legðu 183 milljónir króna af nýju hlutafé í félagið. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa lagt háar fjárhæðir í Fáfni í gegnum sjóðina Akur og Horn II sem dótturfélög Íslandsbanka og Landsbankans reka. Samkvæmt hugmyndum sem voru uppi átti hæstu framlögin að vera frá sjóðunum í eigu lífeyrissjóðanna. Til stóð að Horn II legði til 60 milljónir af nýju hlutafé í Fáfni og Akur 79 milljónir. Ekki var gert ráð fyrir að Steingrímur Erlingsson, sem sagt var upp sem forstjóra Fáfnis um miðjan desember, né danska félagið Optima legði fé í félagið. Eignarhlutur Steingríms myndi því lækka úr 21 prósenti niður í 12 prósent og Optima úr 2,45 prósentum í 1,47 prósent. Aftur á móti var fallið frá að halda hluthafafund degi síðar. „Við þurftum meiri tíma til að vinna þetta,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum töldu stjórnendur Fáfnis að gera þyrfti breytingar á fundarboðinu. Ekki var haldinn hluthafafundur fyrir en síðastliðinn miðvikudag. Þar samþykkti meirihluti hluthafa að gefið yrði út skuldabréf í vikunni að fjárhæð 195 milljónir króna til að fjármagna greiðslu til skipasmíðastöðvarinnar Havyard, sem er að smíða skipið Fáfni Viking. Hluthafar Fáfnis eiga að kaupa skuldabréf en heimilt er að breyta skuldabréfinu í hlutafé sem samsvarar meirihlutaeign í Fáfni. Því mun eignarhlutur þeirra hluthafa sem ekki taka þátt í skuldabréfaútgáfunni þynnast út. Tengdar fréttir Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. 24. febrúar 2016 09:45 Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00 Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00 Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00 Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. Samkvæmt fundarboði á hluthafafund Fáfnis sem sent var út 30. nóvember átti að veita stjórn félagsins heimild til að lækka hlutafé og leggja nýtt hlutafé í félagið. Til stóð að hlutaféð myndi lækka úr 1,8 milljörðum í 275 milljónir króna og stefnt var að því að núverandi hluthafar legðu 183 milljónir króna af nýju hlutafé í félagið. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa lagt háar fjárhæðir í Fáfni í gegnum sjóðina Akur og Horn II sem dótturfélög Íslandsbanka og Landsbankans reka. Samkvæmt hugmyndum sem voru uppi átti hæstu framlögin að vera frá sjóðunum í eigu lífeyrissjóðanna. Til stóð að Horn II legði til 60 milljónir af nýju hlutafé í Fáfni og Akur 79 milljónir. Ekki var gert ráð fyrir að Steingrímur Erlingsson, sem sagt var upp sem forstjóra Fáfnis um miðjan desember, né danska félagið Optima legði fé í félagið. Eignarhlutur Steingríms myndi því lækka úr 21 prósenti niður í 12 prósent og Optima úr 2,45 prósentum í 1,47 prósent. Aftur á móti var fallið frá að halda hluthafafund degi síðar. „Við þurftum meiri tíma til að vinna þetta,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum töldu stjórnendur Fáfnis að gera þyrfti breytingar á fundarboðinu. Ekki var haldinn hluthafafundur fyrir en síðastliðinn miðvikudag. Þar samþykkti meirihluti hluthafa að gefið yrði út skuldabréf í vikunni að fjárhæð 195 milljónir króna til að fjármagna greiðslu til skipasmíðastöðvarinnar Havyard, sem er að smíða skipið Fáfni Viking. Hluthafar Fáfnis eiga að kaupa skuldabréf en heimilt er að breyta skuldabréfinu í hlutafé sem samsvarar meirihlutaeign í Fáfni. Því mun eignarhlutur þeirra hluthafa sem ekki taka þátt í skuldabréfaútgáfunni þynnast út.
Tengdar fréttir Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. 24. febrúar 2016 09:45 Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00 Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00 Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00 Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. 24. febrúar 2016 09:45
Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00
Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00
Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00
Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00