600 milljónum varið í uppbyggingu á Hveravöllum Sveinn Arnarsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Fyrirhuguð bygging á að falla vel að umhverfinu á hálendinu. Áætlað er að uppbygging ferðaþjónustu á Hveravöllum muni í heildina kosta um 600 milljónir króna. Fyrirtækið Allrahanda áformar gríðarlega uppbyggingu á næstu árum í samvinnu við Húnavatnshrepp til að sinna ferðaþjónustu á hálendinu. Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Greyline, segir að allt frá því fyrirtækið kom inn í rekstur Hveravalla fyrir nokkrum árum, hafi það varið um eitt hundrað milljónum í uppbyggingu á svæðinu, allt frá salernisaðstöðu og neysluvatnskerfi til uppbyggingar á fjarskiptum í samvinnu við símafyrirtækin.Þórir Garðarsson, markaðsstjóri Grayline„Við sjáum mikinn fjölda gesta koma á Hveravelli á hverju ári og þjónustan á staðnum er ekki einskorðuð við sumarmánuðina. Þjónustan er notuð allt árið.“ segir Þórir. „Til að hægt sé að taka við gestum og bjóða þeim upp á góða þjónustu þarf að ráðast í miklar endurbætur á byggingum á svæðinu. Við munum því byggja nýtt þjónustuhús á staðnum en hús á staðnum verður fjarlægt á móti.“ Uppbyggingin mun fara fram utan friðlands og núverandi mannvirki sem eru innan friðlandsins, eins og núverandi bílastæði, verða aflögð og grædd upp. Byggt verður upp nýtt bílastæði utan friðlandsins. Þetta er gert að mati Þóris til að vernda friðlandið og náttúrulega ásýnd þess. „Þau hús sem við ætlum að byggja á svæðinu munu síðan falla vel að umhverfinu. Ásýnd svæðisins mun batna við uppbygginguna og við teljum þetta vera til hagsbóta fyrir svæðið í heild sinni,“ segir Þórir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Áætlað er að uppbygging ferðaþjónustu á Hveravöllum muni í heildina kosta um 600 milljónir króna. Fyrirtækið Allrahanda áformar gríðarlega uppbyggingu á næstu árum í samvinnu við Húnavatnshrepp til að sinna ferðaþjónustu á hálendinu. Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Greyline, segir að allt frá því fyrirtækið kom inn í rekstur Hveravalla fyrir nokkrum árum, hafi það varið um eitt hundrað milljónum í uppbyggingu á svæðinu, allt frá salernisaðstöðu og neysluvatnskerfi til uppbyggingar á fjarskiptum í samvinnu við símafyrirtækin.Þórir Garðarsson, markaðsstjóri Grayline„Við sjáum mikinn fjölda gesta koma á Hveravelli á hverju ári og þjónustan á staðnum er ekki einskorðuð við sumarmánuðina. Þjónustan er notuð allt árið.“ segir Þórir. „Til að hægt sé að taka við gestum og bjóða þeim upp á góða þjónustu þarf að ráðast í miklar endurbætur á byggingum á svæðinu. Við munum því byggja nýtt þjónustuhús á staðnum en hús á staðnum verður fjarlægt á móti.“ Uppbyggingin mun fara fram utan friðlands og núverandi mannvirki sem eru innan friðlandsins, eins og núverandi bílastæði, verða aflögð og grædd upp. Byggt verður upp nýtt bílastæði utan friðlandsins. Þetta er gert að mati Þóris til að vernda friðlandið og náttúrulega ásýnd þess. „Þau hús sem við ætlum að byggja á svæðinu munu síðan falla vel að umhverfinu. Ásýnd svæðisins mun batna við uppbygginguna og við teljum þetta vera til hagsbóta fyrir svæðið í heild sinni,“ segir Þórir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira