Erlent

Hershöfðingi Norður-Kóreu flýr til Suður-Kóreu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. Vísir/EPA
Hátt settur hershöfðingi í norður-kóreska hernum flúði til Suður-Kóreu á síðasta ári og hefur fengið skjól í  höfuðborginni Seoul. BBC greinir frá því að maðurinn sé hæst setti einstaklingurinn sem hefur náð að flýja, en nafn mannsins hefur ekki verið gert opinbert.

Maðurinn er sagður búa yfir mikilvægum upplýsingum um ríkisstjórn Kim Jong-un og þykir þetta vera merki um að ríkisstjórnin standi höllum fæti.

Um 29.000 manns hafa flúið Norður-Kóreu frá sjötta áratug síðustu aldar, en sjaldgæft er að hátt settir einstaklingar nái að yfirgefa landið. Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru á landamærum landsins og ættingjar þeirra sem flýja eru líklegir til að sæta refsingu. Fólk sem nær að flýja frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu fær þar aðstoð við að hefja nýtt líf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×