Erlent

Svæfðu börn sín með heróíni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Parið neitar sakargiftum.
Parið neitar sakargiftum. Mynd/Skjáskot.
Ungt par í Washington-ríki Bandaríkjanna hefur verið sakað um að gefa ungum börnum sínum heróín til þess að svæfa þau. Parið fór fyrir dóm í vikunni þar sem það stendur frammi fyrir ákæru um að hafa sett börn sín í hættu.

Lögregla segir að parið, Ashley Hutt og Mac Leroy McIver, hafi búið með börnum sínum á aldrinum sex, fjögurra og tvegga ára í ömurlegum aðstæðum þar sem finna mátti rottusaur, heróín og notaðar nálar.

Börnin voru fjarlægð af heimili foreldra sinna í nóvember á síðasta ári. Samkvæmt gögnum málsins gáfu þau börnum sínum „lyf til þess að líða vel“ en sex ára sonur þeirra segir að lyfið hafi verið hvítt duft blandað í vatn. Sprautuðu þau blöndunni í börn sín til þess að fá þau til þess að sofna.

Sár og nálastungur á líkömum barnanna benda eindregið til þess að þau hafi verið sprautuð af foreldrum sínum. Í blóði barnanna hafa einnig fundist jákvæð merki um fíkniefni.

Neitar parið alfarið öllum sakargiftum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×