Skoðun

Það er í lagi að vera ekki í lagi

Elva Tryggvadóttir skrifar
Klukkan er rúmlega ellefu að kvöldi til, íslenskt vetrarmyrkur umlykur bæinn, það ískrar í bárujárni sem blaktir í vindinum og regndropar berja á glugganum. Flestir eru á leið undir sæng þegar síminn pípir og ég lít á símann, það er útkall. Einhver er týndur og leit að hefjast, enginn veit hvort, hvar eða hvernig aðkoman verður, það hefur reynslan sýnt.

Starf í björgunarsveit er mjög gefandi en um leið krefjandi. Allan ársins hring, hvort sem er að degi eða nóttu, erum við björgunarsveitarfólk tilbúið að koma öðrum til aðstoðar. Menn og konur á öllum aldri fara í gegnum margra mánaða þjálfun, leggja í kaup á búnaði, verja tíma í ferðir og fjáraflanir til að vera tilbúin fyrir þig, tilbúin að leggja sitt fram til samfélagsins þegar á þarf að halda.

Umræða um mikilvægi sálræns stuðnings hefur aukist undanfarin ár á meðal viðbragðsaðila þ. á m. björgunarsveitarfólks, sem og í þjóðfélaginu almennt. Viðurkenning á að „það er í lagi að vera ekki í lagi“, það að koma að alvarlegum slysum, finna látinn einstakling, grafast í snjóflóði og svo framvegis í útkalli, getur haft áhrif á andlega líðan og það er í lagi að ræða það.

Það er því ekki nóg að vera þjálfaður í aðferðum, tækjum og tólum heldur þarf björgunarsveitarfólk, eins og aðrir viðbragðsaðilar, að vera viðbúið þeim andlegu áhrifum sem vinna í streitutengdu umhverfi hefur. Við þurfum að þekkja áhrif streitu, þekkja eigin mörk og kunna að virkja bjargráðin okkar. Við viljum hafa góðan tilfinningalegan aðbúnað fyrir okkur og félagana, við viljum vera í lagi fyrir þig, fyrir okkur og okkar fjölskyldur.

Slysavarnafélagið Landsbjörg er því stolt að sameinast öðrum viðbragðsaðilum; Neyðarlínu, Landssambandi lögreglumanna, Ríkislögreglustjóra, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, Landhelgisgæslu og Rauða krossi Íslands ásamt Háskólanum í Reykjavík og Sálfræðingunum Lynghálsi um ráðstefnuna „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“ á Hótel Nordica 2. til 4. nóvember næstkomandi. Ráðstefna sem skiptir okkur öll máli.

Mamma, hvert ertu að fara, er útkall, ertu að fara í leit, vonandi finnurðu hann?…




Skoðun

Skoðun

Yfir­lýsing kennara eftir fund með borgar­stjóra

Andrea Sigurjónsdóttir,Eygló Friðriksdóttir,Guðrún Gunnarsdóttir,Jónína Einarsdóttir,Kristín Björnsdóttir,Lilja Margrét Möller,Linda Ósk Sigurðardóttir,Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar

Sjá meira


×