Skoðun

Er ekki gaman?

Ólafur Björn Tómasson skrifar
Þegar á heildina er á litið, verður satt best að segja, að árið 2016 er drasl fyrirbæri. Við höfum fengið verri uppbætur á kerfi sem við bara sættum okkur við og verri tilfærslur en nokkur ætti að sætta sig við.

Já, ég er að hluta til að taka þátt í önugarkórnum yfir Trump, en vandamál okkar hefjast hvorki né enda með einum, apríkósulituðum píkugripli.

Vandamál okkar rista dýpra en það, og jafn vel í okkar stoltustu stundum var vesen að finna í endurspilinu.

Við lögðum af stað með byltingu sem olti yfir sig með látum, næst stærstu mótmæli í Íslandssögu og henni fylgdi fátt annað en ...

Manstu víkingaklappið? Það var gaman, meðan það entist, en meira að segja þjóðarstoltið og strákarnir okkar voru ekki í áskrift.

Fyrningardagurinn rann fyrir landanum allt of snemma að mínu mati og hér erum við á skör tímans að endurtaka sama, gamla kjaftæðið fyrir miklu minni pening og hér er ég að leggja enn meira til liðs án endurgreiðslu eða skiptimiða.

HÚH!

Við verðum bara að játa það að víkingaklappið var hápunktur tilveru okkar á þessu ári sem er senn (og vonandi) að líða hjá, ef óstandið sullast ekki yfir 2017.

Ég reyni með bestu getu að finna eitthvað jákvætt við allt heila klabbið, en sama hversu lengi ég pota í hugmyndina um 2016, finn ég ekkert fleira en fáeinir persónulegir sigrar í formi kvikmynda sem ég bíð spenntur eftir á næsta ári, Sigga vinkona mín sló heimsmet og ég dó ekki sem var gaman.

Raunveruleikinn er þessi að við sveiflumst upp og niður, en engu síður tórum við í þessum skrípaleik og það er styrkur okkar æðri-apa. Þegar allt er á botninn hvolft er lífið er langhlaup en ekki spretthlaup og við erum fær um allt mögulegt þegar við leggjum styrk okkar saman.

En, satt best að segja hefur þetta ár verið fátt annað en teygja fyrir betri tíma, ef við erum ekki þegar komin að lokametrunum.




Skoðun

Skoðun

Yfir­lýsing kennara eftir fund með borgar­stjóra

Andrea Sigurjónsdóttir,Eygló Friðriksdóttir,Guðrún Gunnarsdóttir,Jónína Einarsdóttir,Kristín Björnsdóttir,Lilja Margrét Möller,Linda Ósk Sigurðardóttir,Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar

Sjá meira


×