Enski boltinn

Sanchez sakaður um skattsvik á Spáni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sanchez og Messi virðast báðar hafa verið í skattsvikum á Spáni.
Sanchez og Messi virðast báðar hafa verið í skattsvikum á Spáni. vísir/getty
Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur um skattsvik á Spáni.

Skattayfirvöld á Spáni ætla í mál við Sanchez sem er sagður hafa svikist um að greiða yfir 120 milljónir króna er hann spilaði fyrir Barcelona á árunum 2012 og 2013.

Sanchez er fimmti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir Barcelona sem lendir í skattrannsókn en áður hafa Lionel Messi, Javier Mascherano, Adriano og Samuel Eto'o verið teknir fyrir.

Bæði Messi og Mascherano fengu fangelsisdóm en þeir dómar voru skilorðsbundnir þar sem það þarf að fá lengri fangelsisdóm til þess að lenda í steininum á Spáni.

Sanchez er sakaður um að hafa falið peninga hjá skúffufyrirtæki á Möltu. Peninga sem honum bar að greiða í skatt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×