Erlent

Ók vísvitandi yfir lögregluþjóna

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá Payne aka á lögregluþjónana.
Hér má sjá Payne aka á lögregluþjónana.
Karlmaður sem ók á tvo lögregluþjóna hefur verið ákærður fyrir þrjár morðtilraunir í Phoenix í Bandaríkjunum. Þriðji lögregluþjónninn rétt komst undan bílnum, en lögreglan segir árásina hafa verið vísvitandi og ofbeldisfulla.

Þeir tveir sem urðu fyrir bílnum eru alvarlega slasaðir. Annar er fótbrotinn eftir að bíllinn fór yfir hann og hinn þeyttist upp í loftið. Sá sem komst undan særðist í átökum við ökumanninn eftir atvikið.

Eftir að hafa ekið á lögregluþjónana, þar sem þeir stóðu fyrir utan matvöruverslun keyrði maðurinn á bílnum inn í verslunina. Árásarmaðurinn heitir Marc LaQueon Payne og er 44 ára gamall.

Samkvæmt AP fréttaveitunni var Payne fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi og mun hann verða ákærður fyrir þrjár morðtilraunir og tvær árásir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×