Þessi litasamsetning gerði það að verkum að stór hluti áhorfenda sá bara grátt. Litirnir runnu saman í gráa litinn og litblindir sáu engan mun á búningum liðanna.
Í fyrra byrjaði NFL-deildin með nýja búninga í fimmtudagsleikjunum sínum. Ólíkt því sem venjulega er þá eru bæði buxur og treyja í sama lit.
Leikurinn sem gerði litblinda brjálaða í fyrra var á milli New York Jets og Buffalo Bills. Liðin mætast aftur í fimmtudagsleik á morgun og menn hafa ekki gleymt látunum í fyrra.
Jets verður nefnilega ekki í grænu heldur í hvítu. Litblindir ættu því að þekkja liðin í sundur að þessu sinni.

Colorblind fans, rejoice! #ColorRush
— Buffalo Bills (@buffalobills) September 13, 2016