Erlent

Senda 650 hermenn til að berjast gegn vopnasmygli ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, ræðir við hermenn.
Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, ræðir við hermenn. Vísir/EPA
Ríkisstjórn Þýskalands hefur ákveðið að senda 650 hermenn til að berjast gegn vopnasmygli Íslamska ríkisins í Miðjarðarhafinu. Um er að ræða verkefni á vegum Atlantshafsbandalagsins sem á að standa yfir til loka næsta árs.

Samkvæmt Reuters er ákvörðunin liður í því að Þjóðverjar ætla að taka virkari þátt í hernaði Evrópu og NATO. Varnarmálaráðherra Þýskalands hefur óskað eftir fjármunum til að endubæta og nútímavæða herafla Þýskalands.

Þýsku hermennirnir munu að mestu vinna að upplýsingaöflun, en þeir hafa heimild til að fara um borð í skip sem grunur leikur á að séu notuð til flutninga fyrir hryðjuverkasamtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×