Erlent

Norðmenn bjarga túristum fyrir eigið fé

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Á Íslandi er starfssemi björgunarsveitanna þeim sem lenda í klandri að kostnaðarlausu.
Á Íslandi er starfssemi björgunarsveitanna þeim sem lenda í klandri að kostnaðarlausu. vísir/vilhelm
Féð sem norska ríkið lætur af hendi rakna til björgunarsveita nægir ekki í öllum tilfellum þegar verkefnunum fjölgar. Í frétt norska ríkisútvarpsins er haft eftir fulltrúa björgunarsveitar Rauða krossins á Hörðalandi að leitarmenn þurfi í auknum mæli að taka sér launalaust frí frá vinnu vegna fjölgunar verkefna. Auk þess verji margir sjálfboðaliðanna 10 til 15 þúsundum norskra króna á ári í búnað.

Rauði krossinn er samt andvígur því að láta ferðamenn borga vegna aðstoðarinnar við þá.

Bæði norska stjórnin og stjórnarandstaðan eru fylgjandi því að björgunarsveitarmenn fái tekjumissinn bættan. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×