Erlent

Ísbirnir sitja um vísindamenn

Samúel Karl Ólason skrifar
Mögulega verða blys og annars konar fælur send með öðrum og fljótvirkari leiðum.
Mögulega verða blys og annars konar fælur send með öðrum og fljótvirkari leiðum. Vísir/AFP
Fimm rússneskir vísindamenn sem staðsettir eru á lítilli eyju í Norður Íshafinu eru umkringdir af um tíu ísbjörnum og hafa verið það síðustu tvær vikurnar. Eyjan er í Kara-hafi norður af Síberíu og segja rússneskir miðlar að það gæti tekið rúman mánuð uns hjálp berst.

Í fyrstu var aðeins um eina birnu að ræða sem tók upp á því að hafast við á nóttinni undir gluggum veðurstöðvarinnar þar sem vísindamennirnir búa. Sífellt bættist í hópinn og nú eru um tíu fullvaxin dýr í hópnum og nokkrir húnar.

Birnirnir hafa þegar drepið hund sem vísindamennirnir voru með með sér og nú er svo komið að neyðarblys, sem notuð eru til að fæla birni frá, eru uppurin. Rannsóknaskip er þó á leið til eyjarinnar með fleiri blys og hunda en ferðin tekur þó mánuð.

Mögulega verða blys og annars konar fælur send með öðrum og fljótvirkari leiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×