Erlent

Takast á við versta óveður ársins

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Fellibylurinn Meranti, sá kröftugasti sem hefur mælst á árinu, veldur nú usla í Taívan og Kínverjar undirbúa sig fyrir að hann nái landi þar. Fyrirtækjum og skólum var lokað í Taívan og rúmlega 200 þúsund heimila urðu rafmagnslaus.

Kröftugustu vindhviður Meranti hafa náð 216 kílómetra hraða.

„Þessi fellibylur er sá kröftugasti í heiminum það sem af er ári,“ hefur Guardian eftir talsmanni Veðurstofu Taívan. Búist er við því að fellibylurinn muni herja á eyjuna í allan dag og á morgun, áður en hann nær landi í Kína.

Samkvæmt CNN hafa um fjögur þúsund hermenn verið settir í viðbragðsstöðu fyrir mögulega brottflutninga fólks. Yfirvöld í Taívan búast þó ekki við stórfelldri eyðileggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×