Versus lögmenn: Atli Helgason hvorki eigandi né starfandi lögmaður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 10:21 Atli Helgason fyrir um tíu árum síðan. Versus lögmenn segja framgöngu Lögmannafélagsins vonbrigði. Lögmenn sem starfa hjá Versus lögmönnum segja Atla Helgason hvorki eiganda lögmannsstofunnar né starfandi lögmann þar. Lögmannafélagi Íslands sé fullkunnugt um það enda sé félagið með gögn sem sanni það. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Versus lögmönnum. Líkt og greint hefur verið frá hefur Lögmannafélagið farið fram á að allir lögmenn Versus, sem eru fjórir talsins, verði sviptir lögmannsréttindum sínum. Ástæðan er sú að Atli Helgason, sem dæmdur var í sextán ára fangelsi fyrir morð, var skráður eigandi stofunnar. Atli er lögfræðingur að mennt en var sviptur réttindum sínum eftir dóminn. Hann fékk uppreist æru um síðastliðin áramót, en hefur ekki farið fram á réttindi sín að nýju. Sjá einnig:Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínumStarfaði sem lögfræðingur án lögmannsréttinda „Einnig vilja lögmennirnir koma því á framfæri að Atli Helgason hefur ekki starfað sem lögmaður á stofunni eins og Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands gefur í skyn, í viðtali við visi.is, heldur sem lögfræðingur án lögmannsréttinda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að það séu vonbrigði að Lögmannafélagið gangi fram með þessum hætti því félagið sjálft sem og úrskurðarnefnd lögmanna séu með upplýsingar um eignarhald á stofunni. „Eignarhald, stjórn og rekstur Versus lögmanna var með sama hætti og fjölmargra annarra lögmannsstofa,“ kemur jafnframt fram.Sjá einnig:Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands rekur nú ágreiningsmál fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds á Versus. Samhliða því sendi félagið frá sér tölvupóst þar sem félagsmenn voru hvattir til þess að gæta að því að kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn séu uppfylltar, en lögum samkvæmt mega aðilar sem ekki hafa lögmannsréttindi ekki vera skráðir eigendur á lögmannsstofum. Samkvæmt upplýsingum frá Versus er lögmannsstofan hætt rekstri. Tengdar fréttir Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. 23. nóvember 2016 12:19 Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Lögmenn sem starfa hjá Versus lögmönnum segja Atla Helgason hvorki eiganda lögmannsstofunnar né starfandi lögmann þar. Lögmannafélagi Íslands sé fullkunnugt um það enda sé félagið með gögn sem sanni það. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Versus lögmönnum. Líkt og greint hefur verið frá hefur Lögmannafélagið farið fram á að allir lögmenn Versus, sem eru fjórir talsins, verði sviptir lögmannsréttindum sínum. Ástæðan er sú að Atli Helgason, sem dæmdur var í sextán ára fangelsi fyrir morð, var skráður eigandi stofunnar. Atli er lögfræðingur að mennt en var sviptur réttindum sínum eftir dóminn. Hann fékk uppreist æru um síðastliðin áramót, en hefur ekki farið fram á réttindi sín að nýju. Sjá einnig:Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínumStarfaði sem lögfræðingur án lögmannsréttinda „Einnig vilja lögmennirnir koma því á framfæri að Atli Helgason hefur ekki starfað sem lögmaður á stofunni eins og Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands gefur í skyn, í viðtali við visi.is, heldur sem lögfræðingur án lögmannsréttinda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að það séu vonbrigði að Lögmannafélagið gangi fram með þessum hætti því félagið sjálft sem og úrskurðarnefnd lögmanna séu með upplýsingar um eignarhald á stofunni. „Eignarhald, stjórn og rekstur Versus lögmanna var með sama hætti og fjölmargra annarra lögmannsstofa,“ kemur jafnframt fram.Sjá einnig:Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands rekur nú ágreiningsmál fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds á Versus. Samhliða því sendi félagið frá sér tölvupóst þar sem félagsmenn voru hvattir til þess að gæta að því að kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn séu uppfylltar, en lögum samkvæmt mega aðilar sem ekki hafa lögmannsréttindi ekki vera skráðir eigendur á lögmannsstofum. Samkvæmt upplýsingum frá Versus er lögmannsstofan hætt rekstri.
Tengdar fréttir Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. 23. nóvember 2016 12:19 Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. 23. nóvember 2016 12:19
Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41