Versus lögmenn: Atli Helgason hvorki eigandi né starfandi lögmaður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 10:21 Atli Helgason fyrir um tíu árum síðan. Versus lögmenn segja framgöngu Lögmannafélagsins vonbrigði. Lögmenn sem starfa hjá Versus lögmönnum segja Atla Helgason hvorki eiganda lögmannsstofunnar né starfandi lögmann þar. Lögmannafélagi Íslands sé fullkunnugt um það enda sé félagið með gögn sem sanni það. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Versus lögmönnum. Líkt og greint hefur verið frá hefur Lögmannafélagið farið fram á að allir lögmenn Versus, sem eru fjórir talsins, verði sviptir lögmannsréttindum sínum. Ástæðan er sú að Atli Helgason, sem dæmdur var í sextán ára fangelsi fyrir morð, var skráður eigandi stofunnar. Atli er lögfræðingur að mennt en var sviptur réttindum sínum eftir dóminn. Hann fékk uppreist æru um síðastliðin áramót, en hefur ekki farið fram á réttindi sín að nýju. Sjá einnig:Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínumStarfaði sem lögfræðingur án lögmannsréttinda „Einnig vilja lögmennirnir koma því á framfæri að Atli Helgason hefur ekki starfað sem lögmaður á stofunni eins og Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands gefur í skyn, í viðtali við visi.is, heldur sem lögfræðingur án lögmannsréttinda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að það séu vonbrigði að Lögmannafélagið gangi fram með þessum hætti því félagið sjálft sem og úrskurðarnefnd lögmanna séu með upplýsingar um eignarhald á stofunni. „Eignarhald, stjórn og rekstur Versus lögmanna var með sama hætti og fjölmargra annarra lögmannsstofa,“ kemur jafnframt fram.Sjá einnig:Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands rekur nú ágreiningsmál fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds á Versus. Samhliða því sendi félagið frá sér tölvupóst þar sem félagsmenn voru hvattir til þess að gæta að því að kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn séu uppfylltar, en lögum samkvæmt mega aðilar sem ekki hafa lögmannsréttindi ekki vera skráðir eigendur á lögmannsstofum. Samkvæmt upplýsingum frá Versus er lögmannsstofan hætt rekstri. Tengdar fréttir Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. 23. nóvember 2016 12:19 Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Lögmenn sem starfa hjá Versus lögmönnum segja Atla Helgason hvorki eiganda lögmannsstofunnar né starfandi lögmann þar. Lögmannafélagi Íslands sé fullkunnugt um það enda sé félagið með gögn sem sanni það. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Versus lögmönnum. Líkt og greint hefur verið frá hefur Lögmannafélagið farið fram á að allir lögmenn Versus, sem eru fjórir talsins, verði sviptir lögmannsréttindum sínum. Ástæðan er sú að Atli Helgason, sem dæmdur var í sextán ára fangelsi fyrir morð, var skráður eigandi stofunnar. Atli er lögfræðingur að mennt en var sviptur réttindum sínum eftir dóminn. Hann fékk uppreist æru um síðastliðin áramót, en hefur ekki farið fram á réttindi sín að nýju. Sjá einnig:Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínumStarfaði sem lögfræðingur án lögmannsréttinda „Einnig vilja lögmennirnir koma því á framfæri að Atli Helgason hefur ekki starfað sem lögmaður á stofunni eins og Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands gefur í skyn, í viðtali við visi.is, heldur sem lögfræðingur án lögmannsréttinda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að það séu vonbrigði að Lögmannafélagið gangi fram með þessum hætti því félagið sjálft sem og úrskurðarnefnd lögmanna séu með upplýsingar um eignarhald á stofunni. „Eignarhald, stjórn og rekstur Versus lögmanna var með sama hætti og fjölmargra annarra lögmannsstofa,“ kemur jafnframt fram.Sjá einnig:Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands rekur nú ágreiningsmál fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds á Versus. Samhliða því sendi félagið frá sér tölvupóst þar sem félagsmenn voru hvattir til þess að gæta að því að kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn séu uppfylltar, en lögum samkvæmt mega aðilar sem ekki hafa lögmannsréttindi ekki vera skráðir eigendur á lögmannsstofum. Samkvæmt upplýsingum frá Versus er lögmannsstofan hætt rekstri.
Tengdar fréttir Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. 23. nóvember 2016 12:19 Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. 23. nóvember 2016 12:19
Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41