Henrik Larsson hættur eftir að stuðningsmennirnir réðust á son hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2016 07:30 Feðgarnir Henrik og Jordan Larsson ganga hér af velli eftir leikinn umrædda. Vísir/EPA Henrik Larsson er hættur sem þjálfari sænska fótboltaliðsins Helsingborg en það kemur ekki mikið á óvart eftir atburði síðustu helgar. 23 ára vera Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni endaði á sunnudaginn þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Halmstad og féll úr deildinni. Það var ekki nóg með að Henrik Larsson færi lið Helsingborg-liðið niður um deild heldur var einnig ráðist á soninn hans eftir leikinn. Jordan Larsson er 19 ára sonur Henrik Larsson lenti í grímuklæddum og öskureiðum stuðningsmönnum eftir leikinn og skipti þá engu að strákurinn hafi skorað í leiknum. Áhorfendurnir rifu af honum treyjuna og virtust vera að tjá óánægðu sína með feðgana á táknrænan en um leið óásættanlegan hátt. Hinn 45 ára gamli Henrik Larsson reyndi að koma drengnum til bjargar en varð þá einnig fyrir barðinu á þessum ósáttu stuðningsmönnum. Henrik var óhræddur við að setja pressu á soninn með því að skýra hann eftir NBA-körfuboltahetjunni Michael Jordan en strákurinn var byrjaður að spila hjá Helsingborg áður en pabbi hans varð þjálfari liðsins. Henrik Larsson, lék á sínum tíma fyrir lið Feyenoord, Celtic, Barcelona og Manchester United, en hann sló fyrst í gegn Helsingborgs IF þar sem hann skoraði 50 mörk í 56 leikjum frá 1992 til 1993. Henrik Larsson er fæddur í Helsingborg og ein allra stærsta íþróttastjarna borgarinnar en það hjálpaði lítið þegar þú ert búinn að fara með liðið niður. Henrik Larsson stýrði Helsingborg-liðinu frá 1. janúar 2015 og undir hans stjórn vann liðið 22 af 68 leikjum sínum en tapaði 34. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Henrik Larsson er hættur sem þjálfari sænska fótboltaliðsins Helsingborg en það kemur ekki mikið á óvart eftir atburði síðustu helgar. 23 ára vera Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni endaði á sunnudaginn þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Halmstad og féll úr deildinni. Það var ekki nóg með að Henrik Larsson færi lið Helsingborg-liðið niður um deild heldur var einnig ráðist á soninn hans eftir leikinn. Jordan Larsson er 19 ára sonur Henrik Larsson lenti í grímuklæddum og öskureiðum stuðningsmönnum eftir leikinn og skipti þá engu að strákurinn hafi skorað í leiknum. Áhorfendurnir rifu af honum treyjuna og virtust vera að tjá óánægðu sína með feðgana á táknrænan en um leið óásættanlegan hátt. Hinn 45 ára gamli Henrik Larsson reyndi að koma drengnum til bjargar en varð þá einnig fyrir barðinu á þessum ósáttu stuðningsmönnum. Henrik var óhræddur við að setja pressu á soninn með því að skýra hann eftir NBA-körfuboltahetjunni Michael Jordan en strákurinn var byrjaður að spila hjá Helsingborg áður en pabbi hans varð þjálfari liðsins. Henrik Larsson, lék á sínum tíma fyrir lið Feyenoord, Celtic, Barcelona og Manchester United, en hann sló fyrst í gegn Helsingborgs IF þar sem hann skoraði 50 mörk í 56 leikjum frá 1992 til 1993. Henrik Larsson er fæddur í Helsingborg og ein allra stærsta íþróttastjarna borgarinnar en það hjálpaði lítið þegar þú ert búinn að fara með liðið niður. Henrik Larsson stýrði Helsingborg-liðinu frá 1. janúar 2015 og undir hans stjórn vann liðið 22 af 68 leikjum sínum en tapaði 34.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira