Erlent

Ákærð fyrir að sparka í flóttamenn á hlaupum

Atli ísleifsson skrifar
Myndbönd náðust af athæfi Laszlo.
Myndbönd náðust af athæfi Laszlo.
Saksóknarar í Ungverjalandi hafa ákærð myndatökukonuna Petru Laszlo fyrir að hafa sparkað í og brugðið fæti fyrir flóttamenn á hlaupum frá lögreglu á landamærum Ungverjalands og Serbíu fyrir um ári.

Myndbönd náðust af athæfi Laszlo og var hún í kjölfarið rekin frá N1TV sjónvarpsstöðinni sem er með tengsl við hægriflokkinn Jobbik. Á myndskeiðinu mátti sjá fleiri hundruð flóttamanna – þar á meðal Sýrlendinga, Íraka og Afgani – þegar þeir reyna að flýja frá lögreglu.

Í frétt Reuters kemur fram að saksóknarar segi í yfirlýsingu að ekkert bendi til að kynþáttahatur hafi verið ástæða árásanna.

Laszlo hefur enn ekki tjáð sig um ákæruna, en hún hefur áður sagst iðrast gjörða sinna. Sagði hún eitthvað hafa „brostið innra með sér“ þegar flóttamennirnir ruddust framhjá röð lögreglumanna. „Ég hélt að verið væri að ráðast á mig og ég varð að verja mig. Það getur reynst erfitt að taka góðar ákvarðanir þegar fólk er gripið hræðslu,“ sagði László.

Á síðasta ári sagðist hún reiðubúin að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Hún væri þó ekki miskunnarlaus, rasisti eða tökumaður sem sparki í börn. „Ég á ekki skilið að verða fyrir þessum pólitísku nornaveiðum sem beinast nú gegn mér, eða að verða úthúðuð eða fá líflátshótanir. Ég er einungis atvinnulaus móðir lítilla barna sem tók ranga ákvörðun. Ég biðst innilegrar afsökunar,“ sagði Laszlo.


Tengdar fréttir

Osama búinn að fá vinnu á Spáni

Osama Abdul Mohsen rataði í heimsfréttirnar þegar ungverskur myndatökumaður brá fyrir hann fæti á landamærum Serbíu og Ungverjalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×