Lífið

Goðsögnin tók „besta lag allra tíma“ í Hörpu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brian Wilson á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi.
Brian Wilson á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Vísir/Eyþór
Eftir tæplega tveggja klukkustunda tónleika gekk Brian Wilson fyrstur af sviðinu eftir flutning á einhverju mesta meistaraverki poppsögunnar, Pet Sounds. Tónlistarmaðurinn 74 ára var fyrirliðinn í ellefu manna vel skipaðri hljómsveit þar sem öll helstu lög Beach Boys voru spiluð.

Bekkurinn var þéttsetinn í Hörpu og hvergi til sparað. Wilson var í aðalhlutverki í frægustu lögum sveitarinnar en inni á milli hélt hann sér til hlés, spilaði á píanóið og lét Jardine-feðgana Al og Matt um sönginn. Greinilegt var hve mikla virðingu samstarfsmennirnir báru fyrir Wilson, goðsögn í lifanda lífi, sem var fyrir löngu greindur með geðklofa og geðhvarfasýki.



Wilson sat við flygilinn og nýtti stundum tækifærið á milli laga til að spjalla við tónleikagesti.vísir/eyþór
Rödd Brian Wilson má muna sinn fífil fegurri, eðlilega, en það var samt einstakt að heyra listamanninn sjálfan flytja slagarana sína, á fjórða tug í gærkvöldi. Pet Sounds var spiluð í réttri röð, hlið A og svo hlið B. Áður en yfir lauk stóð fólk á fætur og dansaði í takt við Good Vibrations, Barbara Ann og Surfin’ USA.

Hápunktur tónleikanna var þegar Wilson flutti sitt frægast og að margra mati fallegast lag. Paul McCartney er reyndar á þeirri skoðun að lagið sé það flottast sem nokkurn tímann hefur verið samið og segist alltaf fella tár þegar hann heyri það. Lái honum hver sem vill.

Brian Wilson og sveitin hans á sviðinu í gær.Vísir/Eyþór
Pet Sounds fagnar fimmtíu ára afmæli sínu um þessar mundir en þetta mun vera í síðasta skipti sem Wilson ætlar að flytja plötuna í heild sinni.

Wilson hefur aldrei áður komið til Íslands og sagði í ítarlegu viðtali við Birgi Örn Steinarsson á dögunum að hann færi aðallega í göngutúra þegar hann ætti frídaga. Þá helst í kringum hótelin þar sem hann dvelur hverju sinni. Hann elski að spila fyrir fólk.

„Okkur finnst gaman að halda áfram því tónlist okkar gerir fólk hamingjusamt.“

Að neðan má hlusta á eitt fallegasta lag allra tíma, God Only Knows.

Lagalistinn frá í gær



California Girls

Dance, Dance, Dance

I Get Around

Shut Down/Little Deuce Coupe

Little Honda

In My Room

Surfer Girl

Don't Worry Baby

Wake the World

Add Some Music to Your Day

California Saga: California

You're So Good to Me

Wild Honey

Funky Pretty

Sail On, Sailor

 

Wouldn't It Be Nice

You Still Believe In Me

That’s Not me

Don’t Talk (Put Your Head On My Shoulder)

I'm Waiting for the Day

Let's Go Away for Awhile

Sloop John B

God Only Knows

I Know There’s an Answer

Here Today

I Just Wasn't Made for These Times

Pet Sounds

Caroline, No

 

Aukalög

Good Vibrations

Help Me, Rhonda

Barbara Ann

Surfin' U.S.A.

Fun, Fun, Fun


Tengdar fréttir

„Tónlist mín gerir fólk hamingjusamt!“

Strandarstrákurinn og tónlistargoðsögnin Brian Wilson er á leiðinni til Íslands. Birgir Örn Steinarsson átti undarlegt samtal við hann í síma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×