Erlent

Dönsk skattayfirvöld kaupa skattaskjólsupplýsingar um 500 Dani

Atli Ísleifsson skrifar
Panamagögnin sneru að gögnum frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama sem lekið var til Süddeutsche Zeitung.
Panamagögnin sneru að gögnum frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama sem lekið var til Süddeutsche Zeitung. Vísir/AFP
Danski skattamálaráðherrann Karsten Lauritzen og skattanefnd danska þingsins hafa gefið dönskum skattayfirvöldum grænt ljós á að kaupa gögn um eignir fimm hundruð danska ríkisborgara í skattaskjólum.

Í frétt DR segir að óljóst sé hver sé seljandinn, en yfirvöld hafi fengið stikkprufur sem benda til þess að gögnin séu ósvikin.

Göngin snúa að hinum svokallaða Panamaleka sem vöktu gríðarlega athygli á heimsvísu síðasta vor og leiddu meðal annars til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra.

Dönsk stjórnvöld hafa til þessa hafnað því að kaupa gögn sem þessi sem koma vanalega frá starfsmönnum lögfræðistofa sem hafa aðstoðað fólk að koma eignum í skattaskjól. Panamagögnin sneru að gögnum frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama sem lekið var til Süddeutsche Zeitung.

Íslensk skattayfirvöld hafa keypt sambærileg gögn frá ónefndum huldumanni, og eru starfsmenn skattrannsóknarstjóra enn að fara yfir þau. Gögnin voru keypt á um þrjátíu milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×