Erlent

Börn helmingur allra flóttamanna í heiminum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lítil stúlka í flóttamannabúðum í Frakklandi fyrr á árinu. Hún er ein af milljónum barna í heiminum sem þurft hafa að flýja heimaland sitt.
Lítil stúlka í flóttamannabúðum í Frakklandi fyrr á árinu. Hún er ein af milljónum barna í heiminum sem þurft hafa að flýja heimaland sitt. vísir/getty
Börn eru nú rúmur helmingur allra flóttamanna í heiminum en þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem kemur út í dag. Þrátt fyrir það eru börn aðeins þriðjungur allra íbúa heimsins, en tölurnur sýna að itt af hverjum 200 börnum í heiminum er á flótta og nánast eitt af hverjum þremur börnum sem búa utan fæðingarlands síns eru á flótta.

Samkvæmt skýrslunni hafa fimmtíu milljónir barna þurft að yfirgefa heimili sín og flýja heimaland sitt eða flytja á annan stað innan heimalandsins. 28 milljónir þessara barna hafa þurft að flýja vegna stríðsátaka í heimalandinu en um helmingur þeirra kemur frá tveimur löndum, Sýrlandi og Afganistan, og þrír fjórðu hlutar allra barna á flótta kemur frá aðeins tíu löndum. Átök síðustu ára hafa orðið þess valdandi að fjöldi flóttabarna hefur aukist um 75 prósent á aðeins fimm árum.

Af þeim börn sem eru á flótta vegna átaka eru tíu milljónir þeirra með stöðu flóttamanna, ein milljón barna eru hælisleitendur og sautján milljónir eru á flótta í eigin landi, en þau börn þurfa hvað mest á mannúðar-og neyðaraðstoð að halda.

Þá eru alltaf fleiri og fleiri börn sem fara yfir landamæri og flýja alein en á liðnu ári sóttu 100 þúsund börn og ungmenni um hæli á eigin vegum í alls 78 löndum en það er þreföldun í fjölda barna sem eru á flótta á eigin vegum.

Skýrslu UNICEF má nálgast hér.


Tengdar fréttir

Þúsundum bjargað úr sjávarháska í vikunni

Ítalska landhelgisgæslan stendur í ströngu við að bjarga flóttafólki á sökkvandi bátum og tæplega átta þúsund manns hefur verið bjargað frá því á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×