Erlent

Geimrusl féll til jarðar í Myanmar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Engan sakaði.
Engan sakaði. Vísir
Stór hlutur úr járni sem talinn er vera hluti af kínverskri eldflaug sem skotið var út í geim féll til jarðar í Myanmar í gær. Annar málmhlutur sem talinn er vera úr sömu eldflaug lenti á húsþaki í grennd við stærri hlutinn.

Talið er að hluturinn, sem er 4,5 metra langur og 1,2 metra breiður, sé úr eldflaug sem skotið var á loft í Kína á miðvikudaginn. Hluturinn endaði í námu í norðausturhluta Myanmar. Íbúar segjast hafa vaknað við mikinn hávaða og sprengingu.

Ekki er óeðlilegt að hlutar úr eldflaugum falli til jarðar enda eldlflaugar oftar en ekki stigskiptar. Yfirleitt er þó gengið úr skugga um að hlutirnir falli til jarðar yfir hafi eða á ómönnuðum landsvæðum.

Engan sakaði en íbúum var þó nokkuð brugðið samkvæmt frétt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×