Skoðun

Hversu mikils virði erum við?

Jóhann Morávek skrifar
Við vorum í 10-15 ár í sérnámi áður en við gátum farið í kennaranám. Kennaranámið tekur núna 5 ár.

Við erum tónlistarkennarar. 

Við berum hvert okkar ábyrgð á 15-25 börnum og unglingum, mótum þau, kennum þeim sjálfsaga og umgangast sérhæft tæki sem auðvelt er að fara rangt með. Við erum í sambandi við foreldra þeirra og komum jafnvel heim til nemendanna til að lagfæra eða stilla hljóðfærið.

Við erum tónlistarkennarar.

Með þjálfun okkar er sannað að börnum gengur betur á ýmsum sviðum annarra þátta í grunnskólanum og stundum tökum við, við börnum sem finna sig ekki í almenna skólakerfinu og náum til þeirra með tónlistinni.

Við erum tónlistarkennarar.

Við æfum kóra, lúðrasveitir, og ýmsar samsetningar af hljómsveitum til að þjálfa verðandi hljóðfæraleikara, samfélagið leitar til okkar á ýmsum tímum til að njóta afrakstursins.

Við erum tónlistarkennarar.

Við erum að mæta með nemendum okkar á hjúkrunarheimilið, elliheimilið, við jólatréð og á jólaballið.

Við erum tónlistarkennarar.

Grunnskólinn leitar til okkar fyrir árshátíðina, fyrir skemmtikvöldið, fyrir skólasýninguna.

Við erum tónlistarkennarar.

Leikfélögin í framhaldsskólanum og heimahéraði leita til okkar.

Við erum tónlistarkennarar. 

Ýmsar íslenskar hljómsveitir og einstaklingar hafa náð heims athygli vegna okkar tilstuðlan.

Við erum tónlistarkennarar.

Einu sinni voru laun okkar þau sömu og framhaldsskólakennarans, nú erum við bara að biðja um að fá að vera með sömu laun og grunnskólakennarinn við hliðina á okkur.  Nú erum við búin að vera með samningana okkar lausa í eitt ár og lítið sem ekkert að gerast. Sveitastjórnarmenn, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitafélaga! Hvað er málið?

 




Skoðun

Skoðun

Yfir­lýsing kennara eftir fund með borgar­stjóra

Andrea Sigurjónsdóttir,Eygló Friðriksdóttir,Guðrún Gunnarsdóttir,Jónína Einarsdóttir,Kristín Björnsdóttir,Lilja Margrét Möller,Linda Ósk Sigurðardóttir,Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar

Skoðun

Vá!

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar

Sjá meira


×